Icelandic
Birt: 2024-02-29 15:15:00 CET
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Heimild til að sækja um og hefja viðræður við Þróunarbanka Evrópuráðsins (CEB) um lánsfjármögnun á viðhaldi í skólahúsnæði Reykjavíkurborgar

Í borgarráði 29. febrúar var samþykkt að heimila borgarstjóra að sækja um lán að fjárhæð 100 milljónir evra til Þróunarbanka Evrópuráðsins eða Council of Europe Developement Bank (CEB) til fjármögnunar á viðhaldsátaki í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar, sbr. áætlun sem upprunalega var lögð fram í borgarráði þann 4. nóvember 2021. Í íslenskum krónum nemur fjárhæðin um 15 milljörðum króna eða um 50% af þeirri áætlun sem lá fyrir við upphaf verkefnisins. Verði lánsumsókn Reykjavíkurborgar afgreidd með jákvæðum hætti er borgarstjóra veitt heimild til að hefja viðræður um lánskjör og undirbúa drög að gerð lánasamnings.  

Reykjavíkurborg hóf umfangsmikið viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar á árinu 2022 en gert er ráð fyrir að það muni ná yfir næstu fimm ár samkvæmt fjárhagsáætlun til ársins 2028. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg að mestu fjármagnað fjárfestingar með útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði en unnið hefur verið að því að fjölga valkostum í fjármögnun og yrði fjármögnun frá CEB liður í því. CEB lánar eingöngu í evrum en unnið er að því að skoða varnir gagnvart gengisáhrifum í samstarfi við innlenda banka. Niðurstaða viðræðna og samningsdrög að lánssamningi verða lögð fyrir borgarráð til samþykktar. 

Nánari upplýsingar gefur:
Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
netfang: halldora.karadottir@reykjavik.is
Sími: 411-1111