English Icelandic
Birt: 2024-02-29 17:29:46 CET
Landsbankinn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs víkjandi skuldabréfa í íslenskum krónum

 Landsbankinn lauk í dag útboði tveggja flokka víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2.

Boðin voru til sölu verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf á fyrirframákveðnu verði, til ellefu ára með innköllunarheimild að sex árum liðnum og á hverjum vaxtagjalddaga þar á eftir (11NC6). Skuldabréf í óverðtryggðum flokki voru boðin til sölu á ávöxtunarkröfunni 9,60% og skuldabréf í verðtryggðum flokki á 5,70% ávöxtunarkröfu.

Í óverðtryggða flokkinn bárust nítján tilboð að fjárhæð 4.160 m.kr. Tilboðum að fjárhæð 3.000 m.kr var tekið í flokkinn.

Í verðtryggða flokkinn barst 51 tilboð að fjárhæð 21.840 m.kr. Tilboðum að fjárhæð 12.000 m.kr var tekið í flokkinn.

Áætlaður uppgjörsdagur er 7. mars 2024.