Published: 2016-04-08 12:49:35 CEST
TM hf.
Fyrirtækjafréttir

TM hf.: A.M. Best staðfestir fjárhagslegan styrkleika Tryggingamiðstöðvarinnar (TM).

Matsfyrirtækið A.M. Best hefur staðfest fjárhagslegan styrkleika Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) og er einkunnin B++. Mat A.M. Best nær einnig til lánshæfis og fær TM lánshæfiseinkunnina bbb+.

TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá alþjóðlegum matsfyrirtækjum, eitt íslenskra tryggingafélaga.  Matið veitir TM tækifæri til að sækja vátryggingaviðskipti á erlenda markaði og er því mikilvægur liður í vaxtarmöguleikum félagsins.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning A.M. Best frá 7. apríl um niðurstöður matsins á TM. 


Fretttatilkynning A.M. Best_080416TM.pdf