English Icelandic
Birt: 2021-10-07 14:49:00 CEST
Arion banki hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Arion Banki: Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitir heimild fyrir framkvæmd endurkaupaáætlunar

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur í dag veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð fyrir allt að 10 milljarða króna eða allt að 54.490.370 hluti. Jafngildir það að eigin hlutir verða allt að 10% af útgefnum hlutum. Bankinn á í dag 111.509.630 eigin bréf og heimildarskírteini sem eru 6,72% af útgefnum hlutum í bankanum. Jafnframt er bankanum heimilt að lækka hlutafé um allt að 10% af útgefnum hlutum, til jöfnunar á eigin hlutum.

Þann 16. mars veitti aðalfundur Arion banka stjórn bankans endurnýjaða heimild til að kaupa allt að 10% af útgefnu hlutafé bankans á grundvelli sterkrar eiginfjárstöðu.

Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar verður tekin af stjórn Arion banka á næstunni.


Arion Banki Fjarmalaeftirlit Selabanka Islands veitir heimild fyrir framkvmd endurkaupaatlunar.pdf