Icelandic
Birt: 2023-05-15 18:38:31 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

REITIR: Rekstrarhagnaður 2.408 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning vegna fyrsta fjórðungs ársins 2023.

Lykiltölur rekstrar3M 20233M 2022
Tekjur3.6193.238
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-1.013-857
Stjórnunarkostnaður-198-180
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu2.4082.201
Matsbreyting fjárfestingareigna2.5082.154
Rekstrarhagnaður4.9164.355
Hrein fjármagnsgjöld-3.425-2.503
Heildarhagnaður1.1381.374
Hagnaður á hlut       1,5 kr.        1,8 kr.
   
Lykiltölur efnahags31.3.202331.12.2022
Fjárfestingareignir176.304172.270
Handbært og bundið fé817871
Heildareignir178.825174.880
Eigið fé55.42856.104
Vaxtaberandi skuldir101.14397.087
Eiginfjárhlutfall31,0%32,1%
Skuldsetningarhlutfall 59,3%58,3%
   
Lykilhlutföll3M 20233M 2022
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)96,1%94,9%
NOI hlutfall64,0%64,5%
Rekstrarhagnaðarhlutfall26,9%25,1%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,3%5,3%
Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.


Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Ágætur gangur var í rekstri félagsins á fyrsta ársfjórðungi og niðurstaða fjórðungsins í takti við væntingar. Horfur um útleigu eru góðar en dæmi eru um að staðan í efnahagslífinu hægi á ákvörðunartöku. Tekjuvöxtur milli ársfjórðunga er umfram verðlag en aukning er í kostnaði sökum hærri fasteignagjalda og sveiflu í viðhaldi. Nokkur stór framkvæmdaverkefni eru í gangi, s.s. í tengslum við stækkun Klíníkurinnar í Ármúla, nýja leigusamninga í Holtagörðum og stækkun vöruhúss Aðfanga í Skútuvogi 7-9. Eignfærðar framkvæmdir á fyrsta ársfjórðungi námu rúmum 1,5 milljarði.“

Horfur ársins
Rekstrarhorfur Reita fyrir árið 2023 hafa verið endurmetnar í ljósi hærri verðbólgu á fyrstu mánuðum ársins en áætlun félagsins gerði ráð fyrir. Stjórnendur félagsins gera nú ráð fyrir að tekjur ársins verði á bilinu 14.850 - 15.050 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði á bilinu 10.100 - 10.300 m.kr.

Félagið áformar áframhaldandi fjárfestingar innan eignasafnsins sem og kaup nýrra tekjuberandi eigna ef tækifæri gefast.

Nánari upplýsingar og kynningarfundur
Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 16. maí á skrifstofu Reita í Kringlunni 4-12.

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita www.reitir.is/fjarfestar.

Um Reiti fasteignafélag
Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg, Hilton Reykjavík Nordica og Berjaya Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.

Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

 

Viðhengi



2023-03 Reitir fasteignafelag - arshlutareikningur.pdf
2023-03 Reitir fasteignafelag - kynning.pdf