S&P Global Ratings telur að sú efnahagslega áhætta sem íslenskir bankar standa frammi fyrir fari dvínandi með auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og umtalsvert minni skuldsetningu heimila og fyrirtækja.
Þannig horfir S&P með jákvæðari hætti en áður til þeirrar efnahagslegu áhættu sem íslenskir bankar standa frammi fyrir og hefur lánshæfismatsfyrirtækið endurmetið grunnviðmið íslenskra banka og hækkað það í bbb úr bbb-.
Það er jafnframt niðurstaða S&P að hækka langtíma lánshæfismat Arion banka úr BBB í BBB+ og eru horfur stöðugar. Einnig staðfestir S&P A-2 skammtíma lánshæfismat bankans.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171
Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik (MAR), þann 2024-04-04 12:04 GMT.