English Icelandic
Birt: 2022-12-01 18:30:00 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki hf.: Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf í krónum

Arion banki hefur í dag lokið sölu á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa, sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. tier 2), fyrir samtals 12.100 ma.

Seldir voru 9.860 m.kr. á kröfunni 5,01% í flokknum ARION T2I 33 sem er verðtryggt vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári. Lokagjalddagi er 15. desember 2033 og með innköllunarheimild af hálfu útgefanda 15. desember 2028 og á öllum vaxtagjalddögum þar á eftir.

Seldir voru 2.240 m.kr. á kröfunni 9,46% í flokknum ARION T2 33 sem er óverðtryggt vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári. Lokagjalddagi er 15. desember 2033 og með innköllunarheimild af hálfu útgefanda 15. desember 2028 og á öllum vaxtagjalddögum þar á eftir.

Skuldabréfin verða gefin út undir 3,0 milljarða evra Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans má nálgast hérna: https://wwwv2.arionbanki.is/bankinn/fjarfestatengsl/skuldabrefafjarfestar/fjarmognun-og-utgafulysing/#Tab1

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 15. desember 2022.

Umsjónaraðili útboðsins var Markaðsviðskipti Arion banka.


Arion banki hf. Arion banki gefur ut vikjandi skuldabref i kronum.pdf