English Icelandic
Birt: 2022-05-27 11:22:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: S&P Global Ratings hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka

Lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur hækkað lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka frá A- í A með stöðugum horfum.

Hækkun á lánshæfismati kemur í kjölfar þess að S&P tilkynnti á dögunum að fyrirtækið meti umgjörð skilameðferðar á Íslandi fullnægjandi eftir innleiðingu laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

Benedikt Gíslason bankastjóri: Það er sérlega ánægjulegt að lánshæfi sértryggðra skuldbréfa hafi verið hækkað í A sem er sama lánshæfiseinkunn og íslenska ríkið er með hjá S&P. Lánshæfismat sértryggðra skuldbréfa endurspeglar styrk Arion banka sem útgefanda, trausta umgjörð íslensks fjármálakerfis og gæði íbúðalánasafns bankans.


RatingsUpliftForIcelandicCoveredBonds.pdf