English Icelandic
Birt: 2021-03-15 19:01:46 CET
Eimskipafélag Íslands hf.
Boðun hluthafafundar

Eimskip: Frambjóðendur til stjórnar og endanleg dagskrá aðalfundar

Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem kosnir verða á aðalfundinum 25. mars 2021. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn og tvo til vara og er því sjálfkjörið. Upplýsingar um frambjóðendur eru hjálagt.

Eimskip barst í dag meðfylgjandi tillaga frá Gildi-lífeyrissjóð sem verður 11. dagskrárliður fundarins. Frestur hluthafa til að setja mál á dagskrá fundarins er útrunninn. Endanlega dagskrá og tillögur fundarins eru hjálagt.

Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. mars 2021 og hefst kl. 16:00.

Öll gögn fundarins eru aðgengileg á fjárfestasíðu félagsins www.eimskip.com/investors

ViðhengiEIM_Aalfundur_2021_Lokatillogur1.pdf
Alyktunartillaga a aalfundi Eimskipafelags Islands 2021.pdf
EIM_AGM 2021_Board of Directors Candidates.pdf