Alvotech (NASDAQ: ALVO) birtir í dag uppgjör ársins 2023 og kynnir nýjustu áfanga í rekstri félagsins. Stjórnendur félagsins munu jafnframt kynna uppgjörið og helstu vörður á vegferð félagsins að undanförnu, á fundi sem sendur verður út í beinu streymi. Fundurinn hefst kl. 12 á hádegi að íslenskum tíma fimmtudaginn 21. mars nk.
“Við fögnum því að sala er hafin á öðru lyfi Alvotech, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara (ustekinumab) undir vörumerkinu Jamteki í Kanada. Erum við jafnframt spennt að hefja markaðssetningu lyfsins á stórum alþjóðlegum mörkuðum í öðrum og þriðja ársfjórðungi. Leyfisveiting Matvæla- og lyfjastofnunar Bandarikjanna (FDA), sem gefur rétt til markaðssetningar á Simlandi, hliðstæðu í háum styrk með útskiptileika við Humira var afar mikilvægur áfangi. Við teljum okkur bjóða lyf með einstaka eiginleika á þessum markaði, og teljum að það geti valdið straumhvörfum, þar sem markaðurinn fyrir adalimumab í Bandaríkjunum er enn í mótun,” sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. “Við höfum einnig náð nokkrum mikilvægum áföngum í klínískum rannsóknum. Jákvæðar niðurstöður liggja fyrir úr rannsókn á klínískri virkni fyrirhugaðrar hliðstæðu við Eylea (aflibercept) og á lyfjahvörfum fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi og Simponi Aria (golimumab) og fyrirhugaðrar hliðstæðu við Prolia og Xgeva (denosumab). Þetta undirstrikar árangur markvissrar stefnu Alvotech í verkefnavali og kosti þess að hafa alla þróun og framleiðslu á einni hendi.”
Nýlegir áfangar
Lyfjaþróun og markaðssetning
Alvotech og samstarfsaðili félagsins í Bandaríkjunum, Teva Pharmaceuticals, tilkynntu að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefði veitt leyfi til markaðssetningar á AVT02 (adalimumab-ryvk) í Bandaríkjunum sem líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira, undir vörumerkinu Simlandi. Simlandi er fyrsta hliðstæðan við Humira í háum styrk sem hlotið hefur leyfi til markaðssetningar með útskiptileika og eru skilyrði uppfyllt fyrir einkarétti til markaðssetningar á 40 mg/0.4ml útgáfu í sprautuformi með útskiptileika.
Alvotech og samstarfsaðilar þess tilkynntu að markaðsleyfi hafi verið veitt fyrir AVT04, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara (ustekinumab) í Kanada og á Evrópska efnahagssvæðinu. JAMP Pharma, samstarfsaðili Alvotech, hóf markaðssetningu á lyfinu í Kanada 1. mars sl. undir heitinu Jamteki. Sala á AVT04 getur hafist í Japan í maí nk. og í Evrópu á þriðja ársfjórðungi. Samkomulag liggur fyrir um að markaðssetning í Bandaríkjunum geti hafist 21. febrúar 2025 að fengnu leyfi FDA. Búist er við að samþykki FDA liggi fyrir ekki síðar en 16. apríl nk.
Alvotech tilkynnti að jákvæðar niðurstöður lægju fyrir úr rannsókn á lyfjahvörfum AVT05 fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi og Simponi Aria (golimumab). Aðalendapunktar rannsóknarinnar voru uppfylltir, en henni var ætlað að bera saman lyfjahvörf, öryggi og þolanleika AVT05 og Simponi, í heilbrigðum einstaklingum. Á liðnu ári voru heildartekjur á alþjóðlegum mörkuðum af sölu Simponi og Simponi Aria um 2,2 milljarðar dollara [1].
Alvotech tilkynnti jákvæðar niðurstöður úr klínískri rannsókn á virkni AVT06, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea (aflibercept). Rannsóknin bar saman klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og samanburðarlyfsins Eylea, í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD). Aðalendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur og sýna niðurstöðurnar jafngilda klíníska virkni líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech og Eylea. Á liðnu ári voru heildartekjur á alþjóðlegum mörkuðum af sölu Eylea um 5,9 milljarðar dollara [2].
Alvotech tilkynnti jákvæða niðurstöðu klínískrar rannsóknar á lyfjahvörfum AVT03, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Prolia og Xgeva, sem báðar innihalda denosumab. Aðalendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur. Klínísk rannsókn á virkni AVT03 í sjúklingum stendur yfir og önnur rannsókn sem ber saman lyfjahvörf AVT03 og Xgeva í heilbrigðum einstaklingum. Á liðnu ári voru heildartekjur á alþjóðlegum mörkuðum af sölu Prolia og Xgeva um 6,2 milljarðar dollara [3].
Fjármögnun og yfirstjórn
Alvotech samþykkti tilboð frá hópi innlendra og alþjóðlegra fjárfesta í 10.127.132 almenna hluti í félaginu að andvirði 166 milljónir dollara á genginu 16,41 dalir, eða 2.250 krónur, á hlut. Félagið hyggst nýta afraksturinn í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað.
Alvotech tilkynnti að Christina Siniscalchi hefði verið skipuð tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra gæðamála. Christina hefur undanfarinn rúman áratug gengt ýmsum stjórnunarstöðum á sviði gæðamála hjá Alvogen og í verksmiðju þess, nú síðast sem framkvæmdastjóri gæðamála. Áður vann hún á þessu sviði um árabil fyrir lyfjafyrirtækið Mallinckrodt Pharmaceuticals.
Helstu niðurstöður uppgjörs fyrir árið 2023
Nánari upplýsingar er að finna í enskri útgáfu tilkynningarinnar
Streymi af uppgjörs- og kynningarfundi
Alvotech efnir til uppgjörs- og kynningarfundar sem sendur verður út í beinu vefstreymi fimmtudaginn 21. mars nk. kl. 12 að íslenskum tíma. Upplýsingar um hvernig hægt er að tengjast vefstreyminu er að finna á fjárfestasíðu Alvotech, https://investors.alvotech.com/news-events/events. Þar verður einnig hægt að nálgast upptöku af fundinum að honum loknum.
Um AVT02 (adalimumab)
AVT02 er einstofna mótefni og hefur þegar hlotið markaðsleyfi sem líftæknilyfjahliðstæða við Humira (adalimumab) í Bandaríkjunum, 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, á Íslandi, í Noregi, Liechtenstein, Bretlandi, Sviss, Kanada, Ástralíu, Egyptalandi, Sádi-Arabíu og Suður Afríku. Lyfið er komið á markað í fjölmörgum Evrópuríkjum undir heitinu Hukyndra og Libmyris, í Kanada undir heitinu Simlandi og í Ástralíu undir heitinu Adalacip. Umsóknir um markaðsleyfi eru til umsagnar í mörgum löndum.
Um AVT04 (ustekinumab)
AVT04 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Stelara (ustekinumab). Ustekinumab binst IL-12 og IL-23 frumuboðefnunum í ónæmiskerfinu, sem eru þættir í meinafræði ákveðinna ónæmismiðlaðra sjúkdóma [4]. AVT04 er komið á markað í Kanada undir heitinu Jamteki og hefur hlotið markaðsleyfi í Japan undir heitinu Ustekinumab BS (F) og á Evrópska efnahagssvæðinu sem Uzpruvo. Umsóknir um markaðsleyfi eru til umsagnar á fjölmörgum mörkuðum um allan heim.
Um AVT03 (denosumab)
AVT03 er einstofna mótefni og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Prolia® og Xgeva® (denosumab). Denosumab beinist að og binst með mikilli sækni og sértækni við RANKL og kemur í veg fyrir virkjun viðtaka hans, svokallað RANK. Fyrirbygging RANKL/RANK tengingarinnar minnkar endurupptöku beina og beineyðingu af völdum krabbameins [5]. AVT03 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði.
Um AVT05 (golimumab)
AVT05 er fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Simponi og Simponi Aria (golimumab). Golimumab er einstofna mótefni sem hamlar frumuboðefninu tumor necrosis factor alpha (TNF alpha). Aukið magn TNF alpha er talið geta verið orsakaþáttur í þrálátum bólgusjúkdómum, s.s. liðagigt, sóraliðagigt og hrygggigt [6]. AVT05 er lyf í þróun hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.
Um AVT06 (aflibercept)
AVT06 er raðbrigða samrunaprótein og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Eylea® (aflibercept). Aflibercept binst æðaþelsvaxtarþáttum (VEGF, Vascular Endothelial Growth Factors) og getur þannig hamlað bindingu og virkjun VEGF viðtaka, nýæðamyndun og æðagegndræpi [7]. AVT06 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði.
Heimildir
[1] Samkvæmt ársuppgjöri Johnson & Johnson fyrir árið 2023
[2] Samkvæmt ársuppgjöri Regeneron fyrir árið 2023
[3] Samkvæmt ársuppgjöri Amgen fyrir árið 2023
[4] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/uzpruvo-epar-product-information_en.pdf
[5] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/prolia-epar-product-information_is.pdf
[6] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/simponi-epar-product-information_is.pdf
[7] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/eylea-epar-product-information_is.pdf
Notkun á vörumerkjum
Humira er skráð vörumerki AbbVie Biotechnology Ltd., Prolia og Xgeva eru skráð vörumerki Amgen Inc. Stelara, Simponi og Simponi Aria eru skráð vörumerki Jansen Pharmaceutica N.V. Eylea er skráð vörumerki Bayer AG.
Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).
Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com
Meiri upplýsingar er að finna á fjárfestasíðu Alvotech, og vefsíðum okkar á ensku: alvotech.com og íslensku: alvotech.is. Fylgist einnig með okkur á samfélagsmiðlunum LinkedIn, Facebook, Instagram, X og YouTube.
Consolidated Statements of Profit or Loss and Other Comprehensive Income or Loss for the years ended 31 December 2023, 2022 and 2021
USD in thousands, except for per share amounts
2023 | 2022 | 2021 | |
Product revenue | 48,699 | 24,836 | — |
License and other revenue | 42,735 | 58,193 | 36,772 |
Other income | 1,948 | 1,988 | 2,912 |
Cost of product revenue | (160,856) | (64,095) | — |
Research and development expenses | (210,827) | (180,622) | (191,006) |
General and administrative expenses | (76,559) | (186,742) | (84,134) |
Operating loss | (354,860) | (346,442) | (235,456) |
Share of net loss of joint venture | (7,153) | (2,590) | (2,418) |
Impairment loss on investment in joint venture | (21,519) | — | — |
Finance income | 4,823 | 2,549 | 51,568 |
Finance costs | (267,157) | (188,419) | (117,361) |
Exchange rate differences | (5,183) | 10,566 | 2,681 |
(Loss) / gain on extinguishment of financial liabilities | — | (27,311) | 151,788 |
Non-operating (loss) / profit | (296,189) | (205,205) | 86,258 |
Loss before taxes | (651,049) | (551,647) | (149,198) |
Income tax benefit | 99,318 | 38,067 | 47,694 |
Loss for the year | (551,731) | (513,580) | (101,504) |
Other comprehensive income / (loss) | |||
Item that will be reclassified to profit or loss in subsequent periods: | |||
Exchange rate differences on translation of foreign operations | (86) | (6,111) | (305) |
Total comprehensive loss | (551,817) | (519,691) | (101,809) |
Loss per share | |||
Basic and diluted loss for the year per share | (2.43) | (2.60) | (0.92) |
Consolidated Statement of Financial Position as of 31 December 2023 and 2022
USD in thousands
Non-current assets | 31 December 2023 | 31 December 2022 |
Property, plant and equipment | 236,779 | 220,594 |
Right-of-use assets | 119,802 | 47,501 |
Goodwill | 12,058 | 11,643 |
Other intangible assets | 19,076 | 25,652 |
Contract assets | 10,856 | 3,286 |
Investment in joint venture | 18,494 | 48,568 |
Other long-term assets | 2,244 | 5,780 |
Restricted cash | 26,132 | 25,187 |
Deferred tax assets | 309,807 | 209,496 |
Total non-current assets | 755,248 | 597,707 |
Current assets | ||
Inventories | 74,433 | 71,470 |
Trade receivables | 41,292 | 32,972 |
Contract assets | 35,193 | 25,370 |
Other current assets | 31,871 | 32,949 |
Receivables from related parties | 896 | 1,548 |
Cash and cash equivalents | 11,157 | 66,427 |
Total current assets | 194,842 | 230,736 |
Total assets | 950,090 | 828,443 |
Consolidated Statement of Financial Position as of 31 December 2023 and 2022
USD in thousands
Equity | 31 December 2023 | 31 December 2022 |
Share capital | 2,279 | 2,126 |
Share premium | 1,229,690 | 1,058,432 |
Other reserves | 42,911 | 30,582 |
Translation reserve | (1,528) | (1,442) |
Accumulated deficit | (2,205,845) | (1,654,114) |
Total equity | (932,493) | (564,416) |
Non-current liabilities | ||
Borrowings | 922,134 | 744,654 |
Derivative financial liabilities | 520,553 | 380,232 |
Other long-term liability to related party | — | 7,440 |
Lease liabilities | 105,632 | 35,369 |
Long-term incentive plan | — | 544 |
Contract liabilities | 73,261 | 57,017 |
Deferred tax liability | 53 | 309 |
Total non-current liabilities | 1,621,633 | 1,225,565 |
Current liabilities | ||
Trade and other payables | 80,563 | 49,188 |
Lease liabilities | 9,683 | 5,163 |
Current maturities of borrowings | 38,025 | 19,916 |
Derivative financial liabilities | — | — |
Liabilities to related parties | 9,851 | 1,131 |
Contract liabilities | 59,183 | 36,915 |
Taxes payable | 925 | 934 |
Other current liabilities | 62,720 | 54,047 |
Total current liabilities | 260,950 | 167,294 |
Total liabilities | 1,882,583 | 1,392,859 |
Total equity and liabilities | 950,090 | 828,443 |
Consolidated Statements of Cash Flows for the years ended 31 December 2023, 2022 and 2021
USD in thousands
Cash flows from operating activities | 2023 | 2022 | 2021 |
Loss for the year | (551,731) | (513,580) | (101,504) |
Adjustments for non-cash items: | |||
Gain on extinguishment of SARs liability | — | (4,803) | — |
Share-listing expense | — | 83,411 | — |
Long-term incentive plan expense | 78 | 5,492 | 17,955 |
Depreciation and amortization | 24,210 | 20,409 | 18,196 |
Impairment of property, plant and equipment | — | — | 2,092 |
Impairment of other intangible assets | 1,779 | 2,755 | 3,993 |
Change in allowance for receivables | 18,500 | — | — |
Change in inventory reserves | 8,341 | — | — |
Loss on disposal of property, plant and equipment | 365 | — | — |
Impairment loss on investment in joint venture | 21,519 | — | — |
Share of net loss of joint venture | 7,153 | 2,590 | 2,418 |
Finance income | (4,823) | (2,549) | (51,568) |
Finance costs | 267,157 | 188,419 | 117,361 |
Loss/(Gain) on extinguishment of financial liabilities | — | 27,311 | (151,788) |
Share-based payments | 18,033 | 10,317 | — |
Exchange rate difference | 5,183 | (10,566) | (2,681) |
Income tax benefit | (99,318) | (38,067) | (47,694) |
Operating cash flow before movement in working capital | (283,554) | (228,861) | (193,220) |
Increase in inventories | (11,304) | (32,412) | (29,412) |
Increase in trade receivables | (8,320) | (3,576) | (28,813) |
Increase / (decrease) in liabilities with related parties | 2,161 | 56 | (453) |
(Increase) / decrease in contract assets | (17,393) | (9,218) | 15,286 |
Increase in other assets | (802) | (17,194) | (4,363) |
Increase in trade and other payables | 31,772 | 16,442 | 14,318 |
Increase in contract liabilities | 35,396 | 19,396 | 21,470 |
(Decrease) / increase in other liabilities | (5,182) | (21,384) | 5,160 |
Cash used in operations | (257,226) | (276,751) | (200,027) |
Interest received | 3,649 | 568 | 16 |
Interest paid | (57,254) | (35,372) | (28,004) |
Income tax paid | (1,354) | (834) | (155) |
Net cash used in operating activities | (312,185) | (312,389) | (228,170) |
Cash flows from investing activities | |||
Acquisition of property, plant and equipment | (33,234) | (37,880) | (20,462) |
Disposal of property, plant and equipment | 133 | 379 | — |
Acquisition of intangible assets | (13,239) | (11,122) | (20,171) |
Restricted cash in connection with amended bond agreement | — | (14,914) | — |
Net cash used in investing activities | (46,340) | (63,537) | (40,633) |
Cash flows from financing activities | |||
Repayments of borrowings | (99,367) | (34,714) | (37,496) |
Repayments of principal portion of lease liabilities | (8,269) | (11,147) | (7,350) |
Proceeds from new borrowings | 278,831 | 193,678 | 113,821 |
Transaction cost from new borrowings | (9,004) | — | — |
Gross proceeds from private placement equity offering | 136,879 | — | — |
Gross private placement equity offering fee | (4,141) | — | — |
Proceeds from warrants | 6,390 | — | — |
Proceeds on issue of equity shares | — | — | 185,856 |
Transaction costs for amended borrowing agreements | — | (12,102) | — |
Gross proceeds from the PIPE Financing | — | 174,930 | — |
Gross PIPE Financing fees paid | — | (5,562) | — |
Proceeds from the Capital Reorganization | — | 9,827 | — |
Proceeds from loans from related parties | — | 160,000 | — |
Repayment of loans from related parties | — | (50,000) | — |
Net cash generated from financing activities | 301,319 | 424,910 | 254,831 |
Increase / (decrease) in cash and cash equivalents | (57,206) | 48,984 | (13,972) |
Cash and cash equivalents at the beginning of the year | 66,427 | 17,556 | 31,689 |
Effect of movements in exchange rates on cash held | 1,936 | (113) | (161) |
Cash and cash equivalents at the end of the year | 11,157 | 66,427 | 17,556 |
Viðhengi