Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 140 m.kr. að nafnvirði í flokknum ARION CBI 25.
Í tengslum við útboð Arion banka í gær á almennum skuldabréfum í íslenskum krónum bauðst eigendum flokksins ARION CBI 25 að selja bréf sín á fyrirframákveðna hreina verðinu 99,7832 gegn kaupum í útboðinu. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 140 m.kr. að nafnvirði í flokknum ARION CBI 25.
Uppgjör endurkaupanna fer fram þann 21. janúar 2025.
Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171