Með vísan í tilkynningu Festi um upphaf á söluferli á Olíudreifingu ehf. („Olíudreifing“ eða „félagið“) sem birt var þann 26. september sl., upplýsist hér með að borist hafa óskuldbindandi tilboð í félagið.
Stjórn Festi hefur lagt mat á tilboðin og í kjölfarið ákveðið ásamt meðeiganda sínum að bjóða þremur aðilum að halda áfram í söluferlinu og veita þeim aðgengi að frekari upplýsingum.
Ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í Olíudreifingu, sem gæti lokið með sölu á félaginu.
Nánar verður upplýst um framgang söluferlisins um leið og tilefni er til.
Olíudreifing er 60% í eigu Festi og 40% í eigu Olís. Félagið er mikilvægt innviðafélag hvað varðar birgðahald og dreifingu á eldsneyti á Íslandi.
Þessar upplýsingar eru birtar í opinberlega samræmi við upplýsingaskyldu Festi hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik nr. 596/2014 (MAR), sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum. Upplýsingarnar varða söluferli á eignarhlutum í Olíudreifingu ehf. sem töldust fela í sér innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. MAR. Tilkynning þessi er gerð opinber af Sölva Davíðssyni, regluverði Festi hf., í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.