English Icelandic
Birt: 2021-09-02 12:38:05 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Innherjaupplýsingar

Skeljungur hf.: Stjórn Skeljungs hf. hefur tekið ákvörðun um að ganga til einkaviðræðna við Sp/f Orkufelagið, um sölu á öllu hlutafé í dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn

Þann 18. júní síðastliðinn var birt tilkynning þess efnis að Skeljungur hafi móttekið og yfirfarið óskuldbindandi tilboð í P/F Magn, dótturfélag Skeljungs í Færeyjum, og að stjórn Skeljungs hafi í framhaldinu tekið ákvörðun um að ganga til viðræðna við valda tilboðsgjafa.

Í kjölfar viðræðna hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að hefja einkaviðræður við Sp/f Orkufelagið, félag undir forystu Ben Arabo, Teitur Poulsen og Tommy Næs Djurhuus, um sölu á öllu hlutafé í P/F Magn, dótturfélagi Skeljungs á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Sp/f Orkufelagið.

Gert er ráð fyrir að sölunni ljúki í nóvember nk.

Leiði viðræður til sölu nemur vænt heildarsöluverð 12,3 milljörðum (ma.) króna en frá því dragast yfirteknar skuldir, kostnaður við söluna og aðrar leiðréttingar úr fjárhag. Söluverð hlutafjárins myndi nema um 10 ma. króna að teknu tilliti til framangreinds og er það 6,2 ma. króna hærra en bókfært verð eignarhlutarins. Nettó vaxtaberandi skuldir samstæðunnar myndu lækka um 2,1 ma. og handbært fé hækka um 10 ma. króna við söluna. Miðað er við gengi DKK/ISK = 20.

Heildartekjur Magn á fyrri árshelmingi 2021 námu 8.627 milljónum króna og heildartekjur samstæðunnar voru 22.667 milljónir króna. EBITDA P/F Magn á fyrri árshelmingi 2021 nam 929 milljónum króna en EBITDA samstæðunnar nam 1.584 milljónum króna.

Möguleg sala P/F Magn er háð samþykki hluthafafundar Skeljungs sem og öðrum skilyrðum sem aðilar kunna að setja.

Gera má ráð fyrir frekari upplýsingum á næstunni.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/