Published: 2017-05-11 20:20:41 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lýsing hf. lýkur skuldabréfaútboði

Lýsing hf. hefur lokið skuldabréfaútboði í nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki LYSING 17 1. Alls bárust tilboð að nafnvirði 3.460 m.kr. og var öllum tilboðum tekið á hreina verðinu 100,00 (pari).

Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er miðvikudagur 17. maí 2017.

LYSING 17 1 er nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lýsingar. Bréfið er 7 ára jafngreiðslubréf og ber fasta 3,95% verðtryggða vexti. Lokagjalddagi skuldabréfaflokksins er þann 15. maí 2024. Óskað verður eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland eins fljótt og auðið er.

Markaðsviðskipti Arctica Finance höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.


Nánari upplýsingar veita:

Daði Kristjánsson, markaðsviðskiptum Arctica Finance hf., dadi@arctica.is, s: 840 4145
Arnar Geir Sæmundsson, markaðsviðskiptum Arctica Finance hf., arnar@arctica.is, s: 896 6566
Sighvatur Sigfússon, fjármálastjóri Lýsingar hf., sighvatur@lysing.is, s: 540 1700