Icelandic
Birt: 2021-09-20 23:53:07 CEST
Hagar hf.
Innherjaupplýsingar

Hagar hf.: Uppfærð afkomuspá fyrir rekstrarárið 2021/22

Uppgjör fyrri helmings rekstrarárs Haga hf., þ.e. tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2021, verður birt þann 19. október nk. Samkvæmt drögum að uppgjörinu verður EBITDA afkoma félagsins umfram áætlanir, en bæði hefur rekstur verið nokkuð umfram áætlanir auk þess sem afkomuáhrif af sölu Útilífs koma fram á öðrum ársfjórðungi. Gera má ráð fyrir að EBITDA afkoma á fyrri árshelmingi verði um 5.500 millj. kr. en til samanburðar var EBITDA afkoma fyrri árshelmings í fyrra 4.316 millj. kr.

Í ljósi þessa og samkvæmt áætlun stjórnenda á afkomu félagsins fyrir seinni árshelming þá hefur EBITDA afkomuspá verið hækkuð um 700 millj. kr. Gert er ráð fyrir að EBITDA afkoma samstæðu Haga fyrir rekstrarárið 2021/22 verði á bilinu 9.300-9.800 millj. kr.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is