English Icelandic
Birt: 2022-01-14 10:12:00 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Leiðrétting: Arion Banki: Arion banki lýkur útgáfu á grænum skuldabréfum. Frétt birt: 2022-01-13 18:24:00

Í tilkynningu sem birtist í gær kom fram að niðurstaða skiptiútboðs væri að Arion banki kaupir til baka 1.320m.kr af ARION CB 22 en rétt tala er 1.340 m.kr. Eftirfarandi er leiðrétt tilkynning

Arion banki lauk í dag útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokki ARION 24 1020 GB.  
17 tilboð að fjárhæð 6.620 m.kr. að nafnverði barst í flokkinn ARION 24 1020 GB á álagi á bilinu 0,58% - 0,80%. Tilboðum að nafnverði samtals 6.020 m.kr. á REIBOR + 0,70% álag voru samþykkt.

Skuldabréfin eru til 2,75 ára og bera fljótandi óverðtryggða vexti 3M REIBOR + 0,70% álag. Skuldabréfin eru með vaxtagreiðslum á þriggja mánaða fresti og einni endurgreiðslu höfuðstóls á lokagjalddaga árið 2024.

Í samræmi við útboðstilkynningu bauðst Arion banki til að kaupa til baka ARION CB 22 gegn sölu í útboðinu á fyrirframákveðna verðinu 102,187. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 1.340 m.kr. að nafnverði í flokknum ARION CB 22.

Skuldabréfin eru gefin út undir grænni fjármálaumgjörð bankans. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: https://wwwv2.arionbanki.is/bankinn/fjarfestatengsl/skuldabrefafjarfestar/graen-skuldabref/

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipti í Nasdaq Iceland þann 20. janúar 2022.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Arion banka.


Arion Banki Arion banki lykur utgafu a grnum skuldabrefum. Frett birt 2022-01-13 182400.pdf