Arion banki lauk í dag útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokki ARION 24 1020 GB.
17 tilboð að fjárhæð 6.620 m.kr. að nafnverði barst í flokkinn ARION 24 1020 GB á álagi á bilinu 0,58% - 0,80%. Tilboðum að nafnverði samtals 6.020 m.kr. á REIBOR + 0,70% álag voru samþykkt.
Skuldabréfin eru til 2,75 ára og bera fljótandi óverðtryggða vexti 3M REIBOR + 0,70% álag. Skuldabréfin eru með vaxtagreiðslum á þriggja mánaða fresti og einni endurgreiðslu höfuðstóls á lokagjalddaga árið 2024.
Í samræmi við útboðstilkynningu bauðst Arion banki til að kaupa til baka ARION CB 22 gegn sölu í útboðinu á fyrirframákveðna verðinu 102,187. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 1.340 m.kr. að nafnverði í flokknum ARION CB 22.
Skuldabréfin eru gefin út undir grænni fjármálaumgjörð bankans. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar.
Frekari upplýsingar má nálgast hér: https://wwwv2.arionbanki.is/bankinn/fjarfestatengsl/skuldabrefafjarfestar/graen-skuldabref/
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipti í Nasdaq Iceland þann 20. janúar 2022.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Arion banka.