Ísland fyrst þjóðríkja til að gefa út kynjað skuldabréfRíkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð 50 milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Skuldabréfin bera 3,4% fasta vexti og voru gefin út til 3 ára. Skuldabréfin eru gefin út undir viðauka við sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs um fjármögnun jafnréttisverkefna en ekkert ríki hefur áður gefið út slíkt skuldabréf. Um er að ræða einkaútgáfu til Franklin Templeton, eins stærsta sjóðstýringarfyrirtækis í heimi. Umsjón með útgáfunni var í höndum BNP Paribas.
|