Published: 2019-08-14 12:19:53 CEST
TM hf.
Fjárhagsdagatal

TM - Uppgjör annars ársfjórðungs 2019

TM mun birta uppgjör annars ársfjórðungs 2019 eftir lokun markaða fimmtudaginn 22. ágúst og býður til kynningar á afkomu félagsins sama dag kl. 16.15. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum félagsins að Síðumúla 24, 4. hæð.

Árshlutareikning og afkomutilkynningu verður hægt að nálgast á vef félagsins, TM.is. Kynning á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf kynningarfundar.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefinn á slóðinni: Https://global.gotomeeting.com/join/628419733