Published: 2020-11-26 12:44:05 CET
TM hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

TM - Tilkynning vegna viðskiptavakta

TM hf. hafa borist tilkynningar frá Kviku banka og Arion banka sem sinna viðskiptavakt með hlutabréf félagsins. Samkvæmt þeim hefur Kvika banki sagt upp viðskiptavakt með hlutabréf TM og hafa aðilar komist að samkomulagi um að uppsögnin taki gildi nú þegar. Þá hefur Arion banki virkjað ákvæði í samningnum um viðskiptavaktina um að víkja frá ákvæði er varðar verðbil á meðan að hlutabréf TM eru á athugunarlista.