Published: 2020-10-21 12:39:54 CEST
TM hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

TM - Uppgjör þriðja ársfjórðungs

TM birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða fimmtudaginn 29. október og kynning á afkomu félagsins verður sama dag kl. 16.15. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Vegna gildandi samkomutakmarkana fer kynningin eingöngu fram á vefnum á slóðinni TM.is/fjarfestar og hægt verður að senda inn spurningar gegnum netfangið fjarfestar@tm.is á meðan kynningu stendur.

Árshlutareikning og afkomutilkynningu verður hægt að nálgast á vef félagsins, TM.is, og kynningin á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf kynningarfundar.