Published: 2021-02-04 17:25:58 CET
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lykill fjármögnun hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 23 11

Í dag, 4. febrúar 2021 lauk Lykill fjármögnun hf. stækkun á almenna skuldabréfaflokknum LYKILL 23 11.

Flokkurinn er 3 ára vaxtagreiðslubréf með lokagjalddaga þann 28. nóvember 2023 sem ber fljótandi vexti tengda eins mánaðar REIBOR vöxtum auk 1,1% vaxtaálags. Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.200 m.kr. á genginu 99,4. Heildarstærð flokksins eftir stækkun verður að nafnverði 3.010 m.kr.

Skuldabréfunum fylgir innlausnarheimild sem fjárfestar geta nýtt sér hvenær sem er á líftíma bréfsins og fer framkvæmd innlausnar fram á næsta vaxtagjalddaga 9 mánuðum eftir að tilkynnt er um innlausn.

Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 11. febrúar 2021. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland þann sama dag.

Markaðsviðskipti Arion banka höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafn Steinarsson, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., hrafn.steinarsson@arionbanki.is; s: 444 6910
Arnar Geir Sæmundsson, Fjárfestingarsviði TM hf., arnargs@tm.is, s: 515 2000