Í samræmi við skilmála skuldabréfsins SIL 21 1 mun útgefandi nýta sér heimild og greiða inn á höfuðstól skuldabréfsins þann 11. mars nk. Um er að ræða óreglulega afborgun að fjárhæð kr. 284.000.000 að viðbættum vöxtum og verðbótum. Ástæða afborgunarinnar er uppgreiðsla á undirliggjandi eignum í eigu útgefanda.
Nánari upplýsingar veitir Fríða Einarsdóttir, frida.einarsdottir@stefnir.is