English Icelandic
Birt: 2022-06-09 11:00:00 CEST
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

Nasdaq Iceland býður Ölgerðina velkomna á Aðalmarkaðinn

Reykjavík, 9. júní, 2022 — Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar hf. (auðkenni: OLGERD) á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Félagið tilheyrir neysluvörugeiranum (e. Consumer Discretionary) og er 41. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic* í ár.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson er stærsta drykkjarvörufyrirtæki landsins. Ölgerðin framleiðir, flytur  inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Vörur fyrirtækisins eru fremstar í sínum flokki og unnið er eftir því markmiði að hverjum birgi og viðskiptavini er sinnt sem hann væri sá eini. Starfsemi samstæðu Ölgerðarinnar er skipt í þrjú tekjusvið, hvert um sig með skýrar áherslur og markmið. Tekjusviðin eru: Egils – óáfengir drykkir, Egils - áfengir drykkir og Danól.

„Við erum afar stolt á þessum tímamótum og himinlifandi  með frábæra þátttöku í hlutafjárútboðinu sem er  um leið hvatning til okkar um að halda áfram að vera í fremstu röð á þessu sviði,“ sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. “ Við bjóðum alla nýja hluthafa hjartanlega velkomna og erum sannfærð um að skráningin á hlutabréfamarkað mun styðja við markmið okkar um frekari vöxt.”

„Ölgerðin hefur sterkar rætur í íslensku samfélagi sem leiðandi fyrirtæki á drykkjar- og matvælamarkaði,” sagði Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. “Skráningin felur í sér ný tækifæri með auknum sýnileika og aðgangi að nýjum fjárfestum. Við bjóðum fyrirtækið hjartanlega velkomið á markað og hlökkum til að styðja við það fram veginn. Við sendum öllum hjá Ölgerðinni okkar bestu óskir um áframhaldandi velgengni. ”

*Aðalmarkaðir og Nasdaq First North í Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem þjónar verðbréfamörkuðum og öðrum atvinnugeirum. Fjölbreytt framboð okkar af markaðsgögnum, greiningarvörum, hugbúnaði og þjónustu gerir viðskiptavinum okkar kleift að láta framtíðarsýn þeirra verða að veruleika. Til að fræðast meira um félagið, tæknilausnir og störf hjá okkur, smellið á LinkedIn, Twitter @Nasdaq eða www.nasdaq.com

 

         Nasdaq tengiliður:
         Baldur Thorlacious
         baldur.thorlacius@nasdaq.com
         s: 696 3388