Published: 2013-07-26 18:13:00 CEST
Origo hf.
Reikningsskil

Uppgjör Nýherja á fyrri árshelmingi 2013

Tap í Danmörku veldur virðisrýrnun á viðskiptavild, en innlendur rekstur yfir áætlun

Helstu upplýsingar:

  • EBITDA 147 mkr á fyrri árshelmingi borið saman við 210 mkr fyrir sama tímabil í fyrra
  • EBITDA 125 mkr á öðrum ársfjórðungi samanborið við 87 mkr fyrir sama tímabil í fyrra
  • 986 mkr heildartap á fyrri árshelmingi 2013
  • 835 mkr gjaldfærsla viðskiptavildar vegna Applicon A/S
  • Eigið fé samstæðunnar nemur 1.287 mkr og eiginfjárhlutfall 19,0%


Rekstrarniðurstaða á fyrri árshelmingi 2013: Sjá viðhengi.   
Þórður Sverrisson, forstjóri:     

„Tvennt einkennir uppgjör fyrri árshelmings. Annars vegar er 835 mkr gjaldfærsla á eignfærðri viðskiptavild Applicon A/S í Danmörku, en áætlanir um afkomu hafa ekki gengið eftir. Hins vegar er afkoma góð og samkvæmt áætlun af innlendum rekstri Nýherja, Applicon og TM Software auk danska félagsins Dansupport á fyrri árshelmingi og er EBITDA 253 mkr á fyrri árshelmingi hjá innlendum félögum samstæðunnar.

Umtalsvert tap er af rekstri Applicon dótturfélaga erlendis og verður áhersla lögð á samhæfingu í starfsemi Applicon félaganna í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi. Þær fjölmörgu vörur og lausnir sem fyrirtækin hafa þróað verða samnýttar betur með áherslu á að efla starfsemina í Danmörku.“

 

Nánari upplýsingar: Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.


Frettatilkynning Nyherja a fyrri arshelmingi 2013.pdf
Nyherji arshlutareikningur 30.06.2013.pdf