Í flokkinn ARION CBI 28 bárust 23 tilboð að fjárhæð 7.140 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,40 – 4,68%. Tilboð að nafnvirði 5.240 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 4,59%. Bankinn gefur einnig út 960 m.kr. í flokknum vegna verðbréfalána til viðskiptavaka. Heildarstærð flokksins verður 6.200 m.kr. eftir útgáfuna.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 9. október 2024.
Skuldabréfin eru gefin út undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa. Grunnlýsing útgáfurammans má nálgast hér.
Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.