Islandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfaÍslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 5.760 m.kr. Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 27 voru samtals 4.960 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 7,69%. Heildartilboð voru 5.260 m.kr. á bilinu 7,61% - 7,73%. Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CBF 27 voru samtals 40 m.kr. á 1 mánaða REIBOR + 0,40%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans og hafa þá verið seld bréf í flokknum fyrir 3.340 m.kr. að nafnvirði. Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins ISB CB 23 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Hreint verð á flokknum var fyrirfram ákveðið sem 99,57. Bankinn kaupir til baka 1.160 m.kr. að nafnvirði í flokknum. Nánari upplýsingar veita: Fjárfestatengsl - ir@islandsbanki.is
|