Published: 2017-05-11 18:23:48 CEST
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Kvika banki hf. boðar til fundar með skuldabréfaeigendum

Fundur Kviku banka hf. með skuldabréfaeigendum í skuldabréfaflokknum KVB 15 01 verður haldinn föstudaginn 19. maí 2017 kl. 13:00 á skrifstofu félagsins að Borgartúni 25, 105 Reykjavík

 

Dagskrá

  1. Ákvörðun um að breyta skilmálum skuldabréfaflokksins KVB 15 01 (Heildarheimild skv. samningi).
  2. Staðfesting á heimild Kviku til að undirrita viðauka við útgáfusamning skuldabréfaflokksins KVB 15 01.

 

Atkvæðisréttur skuldabréfaeigenda í skuldabréfaflokknum KVB 15 01 miðast við fjárhæðir hvers skuldabréfaeiganda sem hlutfall af skuldabréfaflokknum. Við útreikning samkvæmt þessari málsgrein skal miða við stöðu krafna þann 11. maí 2017.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 12:30 á fundardegi.

Tillögur Kviku banka hf. fyrir fundinn er að finna í viðhengi.

 

Frekari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar, netfang: halldor.hognason@kvika.is, og í farsíma 822 3206.

 

Viðhengi:

Tillögur fyrir fund skuldabréfaeigenda þann 19. maí 2017


Tillogur fundar me skuldabrefaeigendum KVB 15 01.pdf