Reykjavíkurborg hefur lokið útboði í skuldabréfaflokkunum RVK 44 1 og RVKN 35 1.
Heildartilboð í RVKN 35 1 voru samtals 1.900 m.kr. að nafnvirði á kröfunni 8,50%-8,68%. Ákveðið var taka tilboðum, samtals að nafnvirði 900 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 8,55%.
Útistandandi fyrir útboð voru 32.745 m.kr. að nafnvirði, að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 960 m.kr. Heildarstærð flokksins er nú 33.645 m.kr. að nafnverði.
Engin tilboð bárust í skuldabréfaflokkinn RVK 44 1. Heildarstærð flokksins er 9.010 m.kr.
Viðskiptavakar Reykjavíkurborgar, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbanki, höfðu umsjón með útboðinu. Uppgjör viðskipta fer fram þriðjudaginn 25. mars.
Nánari upplýsingar veitir:
Bjarki Rafn Eiríksson
skrifstofa fjárstýringar og innheimtu,
netfang: bjarki.rafn.eiriksson@reykjavik.is