Icelandic
Birt: 2022-11-30 16:20:54 CET
Alma íbúðafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Leiðrétting: Alma íbúðafélag hf.: Útgáfa á víxlum

Leiðrétting: Alma íbúðafélag hf.: Útgáfa á víxlum

Í tilkynningu sem birtist fyrr í dag kom fram að víxlarnir væru 4ja og 6 mánaða. Hið rétta er að þeir eru 3ja og 5 mánaða. Eftirfarandi er leiðrétt tilkynning.

Alma íbúðafélag hf. hefur lokið við stækkun á óveðtryggðum 3ja mánaða víxli AL 23 0228. Seldir voru víxlar að nafnvirði 380 m.kr. á 7,5% vöxtum, áður hafði félagið selt 460 m.kr. á sömu vöxtum. Heildarstærð útgáfunnar nemur því 840 m.kr.

Alma íbúðafélag hf. hefur lokið við stækkun á óveðtryggðum 5 mánaða víxli AL 23 0428. Seldir voru víxlar að nafnvirði 200 m.kr. á 7,6% vöxtum, áður hafði félagið selt 260 m.kr. á sömu vöxtum. Heildarstærð útgáfunnar nemur því 460 m.kr.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er föstudaginn 2. desember 2022.

Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu víxlanna.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is