English Icelandic
Birt: 2021-07-28 17:42:09 CEST
Íslandsbanki hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Islandsbanki hf.: Afkoma á öðrum ársfjórðungi ársins 2021


 

Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs 2021 (2F21) – sterkur fjórðungur með jákvæða virðisrýrnun

  • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,4 ma. kr. á öðrum ársfjórðungi (2F20: 1,2 ma. kr.). Arðsemi eigin fjár var 11,6% á ársgrundvelli (2F20: 2,8%) sem er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans.
  • Stækkun lánasafnsins leiddi hækkun á hreinum vaxtatekjum á milli ára. Hreinar vaxtatekjur námu 8,4 ma. kr. á 2F21 samanborið við 8,2 ma. kr. á 2F20.
  • Þóknanir af eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfaviðskiptum sem og þóknanir vegna útlána leiddu til hækkunar hreinna þóknanatekna sem hækkuðu um 26% á milli ára og voru samtals 2,9 ma.kr. 
  • Hreinar fjármunatekjur námu 619 m.kr. á 2F21 samanborið við 181 m.kr. tap á 1F20, breytingin stafar aðallega af hækkunum á innlendum hlutabréfamarkaði.
  • Stjórnunarkostnaður hækkaði um 10,5% á milli ára og nam samtals 6,5 ma. kr. á 2F21. Hækkunin skýrist að mestu leyti af 588 m.kr. einskiptiskostnaði vegna hlutafjárútboðs bankans.
  • Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði á milli ára, úr 57,5% á 1F20 í 49,9% á 1F21.
  • Virðisrýrnun var jákvæð á 2F21 um 1,1 ma. kr. og er viðsnúningurinn aðallega vegna batnandi útlits í ferðaþjónustu en á 2F20 var virðisrýrnun neikvæð um 2,4 ma. kr. vegna áhrifa COVID-19. Hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina var -0,42% á ársgrundvelli á 2F21 samanborið við 1,03% á 2F20.
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 5,9% frá lok mars og 8,2% frá árslokum helst vegna umsvifa í húsnæðislánum en einnig var vöxtur í lánum til fyrirtækja.
  • Í lok uppgjörstímabilsins hafði hlutfall lána með laskað lánshæfi (vergt bókfært virði) lækkað úr 2,9% í árslok í 2,1% aðallega vegna uppgreiðslna á lánum á stigi 3.
  • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 67 ma. kr. á öðrum ársfjórðungi og 86 ma. kr. frá árslokum. Stór hluti af hækkuninni tengist uppgjöri vegna sölu bankans og er því líklega tímabundin.
  • Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og öll lausafjárhlutföll vel yfir innri viðmiðum og kröfum eftirlitsaðila.
  • Eigið fé bankans nam 190 ma. kr. í lok júní og heildareiginfjárhlutfall bankans var 22,9% samanborið við 21,9% í lok mars, það er vel yfir markmiði bankans sem er 18,3-19,8%. Vogunarhlutfallið var 12,4% í lok júní samanborið við 12,6% í lok mars sem telst hátt í alþjóðlegum samanburði.

Helstu atriði í afkomu á fyrri árshelmingi ársins 2021 (1H21) – viðsnúningur frá fyrra ári

  • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 9,0 ma. kr. á fyrri helmingi ársins (1H20: -131 m.kr.). Arðsemi eigin fjár var 9,7% á ársgrundvelli samanborið við -0,1% á 1H20.
  • Hreinar vaxtatekjur námu samtals 16,6 ma. kr. á 1H21 sem er lækkun um 1,2% á milli ára og skýrist af lægra vaxtaumhverfi á milli tímabila.
  • Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 20,2% á milli ára vegna nokkurra liða, þ. á m. þóknana vegna eignastýringar, fjárfestingarbanka og verðbréfaviðskipta sem og þóknana vegna útlána, og námu samtals 5,8 ma. kr. á fyrri helmingi ársins.
  • Hreinar fjármunatekjur námu 912 m.kr. á 1H21 samanborið við tap á 1H20 að fjárhæð 1,9 ma. kr.
  • Stjórnunarkostnaður hækkaði á milli ára en hækkunina má aðallega rekja til einskiptiskostnaðar í tengslum við skráningu bankans.
  • Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, frá 60,1% á 1H20 í 50,6% á 1H21.
  • Hrein virðisrýrnun á 1H21 var jákvæð um 622 m.kr. samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 5,9 ma.kr. á 1H20. Jákvæð virðisrýrnun er vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en fyrir ári síðan var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19.

Lykiltölur

  2F212F201H211H202020
REKSTURHagnaður (tap) eftir skatta, m.kr5.4311.2459.046 (131)6.755
 Arðsemi eigin fjár (eftir skatta)11,6%2,8%9,7%(0,1%)3,7%
 Vaxtamunur (af heildareignum)2,4%2,6%2,4%2,7%2,6%
 Kostnaðarhlutfall¹49,9%57,5%50,6%60,1%54,3%
 Hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina(0,42%)1,03%(0,12%)1,28%0,91%
       
  30.6.202131.3.202131.12.202030.9.202030.6.2020
EFNAHAGURÚtlán til viðskiptavina, m.kr1.089.7231.029.4151.006.717970.309933.320
 Eignir samtals, m.kr1.446.8601.385.2351.344.1911.328.7241.303.256
 Áhættuvegnar eignir, m.kr924.375954.712933.521942.339923.133
 Innlán frá viðskiptavinum, m.kr765.614698.575679.455698.610681.223
 Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum142%147%148%139%137%
 Hlutfall lána með laskað lánshæfi²2,1%2,4%2,9%3,3%3,6%
       
       
LAUSAFÉLausafjárhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar187%172%196%136%179%
 Hlutfall stöðugrar fjármögnunar (NSFR), allir gjaldmiðlar122%119%123%113%117%
       
       
EIGIÐ FÉEigið fé samtals, m.kr190.355185.471186.204182.509179.722
 Eiginfjárhlutfall22,9%21,9%23,0%22,2%22,2%
 Eiginfjárhlutfall þáttar 120,1%19,2%20,1%19,4%19,4%
 Vogunarhlutfall12,4%12,6%13,6%13,4%13,4%
       

1. Reiknað sem: (stjórnunarkostnaður + framlag í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta – einskiptisliðir) / (heildarrekstrartekjur – einskiptisliðir).        

2. Stig 3, útlán til viðskiptavina, vergt bókfært virði.                                        


Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Við erum ánægð með rekstrarniðurstöðu Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi sem var 5,4 milljarðar en það samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli og er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans. Virðisrýrnun á fjórðungnum var jákvæð um 1,1 milljarð króna og er það mikill viðsnúningur frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem COVID-19 hafði mikil áhrif. Góður gangur er í þóknunum miðað við sama tímabil í fyrra og kostnaðarhlutfallið er rétt undir 50%. Lánasafnið heldur áfram að stækka og hefur vaxið um rúmlega 8% frá áramótum. Við sjáum að vöxturinn er helstur í húsnæðislánum þar sem góður gangur hefur verið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri en einnig hefur verið aukning í útlánum bæði til minni og stærri fyrirtækja.

Það má með sanni segja að fyrri helmingur ársins hafi verið viðburðaríkur hjá bankanum. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann 22. júní. Um var að ræða stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram hér á landi. Metþátttaka var í hlutafjárútboðinu og margföld umframeftirspurn og er bankinn með mesta fjölda hluthafa allra skráðra félaga á Íslandi.

Fjárfestatengsl

Rafrænn afkomufundur Íslandsbanka 2F2021

Fundinum verður streymt í vefstreymi er haldið verður miðvikudaginn 28. júlí kl. 16.00 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Birna Einarsdóttir, bankastjóri og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á fyrsta ársfjórðungi. Fundurinn fer fram á ensku.
Skráning á fundinn fer fram hér. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á síðu fjárfestatengsla að honum loknum.
Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar í gegnum eftirfarandi símanúmer:

Ísland: +354 800 74 37

Danmörk: +45 354 45 577

Svíþjóð: +46 8 566 42 651

Noregur: +47 235 00 243

Bretland: +44 33 330 00 804

Bandaríkin: +1 631 913 1422

Aðgangskóði: 67974052#

Öll gögn tengd uppgjöri ásamt upplýsingum um fjárhagsdagatal og þögul tímabil má finna hér: https://www.islandsbanki.is/is/flokkur/bankinn/fjarfestatengsl

Nánari upplýsingar veita:

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.


 

Viðhengi



2F 2021 Frettatilkynning.pdf
2Q 2021 Factbook.pdf
2Q 2021 Factsheet.pdf
2Q 2021 Investor Presentation.pdf
ISB_Condensed Consolidated Interim Financial Statements_first half 2021.pdf