Icelandic
Birt: 2024-04-10 10:04:21 CEST
Alma íbúðafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Alma íbúðafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 9. apríl 2024

Alma íbúðafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 9. apríl 2024

Alma íbúðafélag hf. lauk í dag lokuðu útboði á skuldabréfum í flokknum AL120625 sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn AL120625 er óverðtryggður á föstum 4% ársvöxtum til 4 ára, með vaxtagreiðslum einu sinni á ári og með einni afborgun höfuðstóls á lokagjalddaga. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi.

Skuldabréfin voru seld á fastri 10,25% ávöxtunarkröfu og var tilboðum að fjárhæð 940 milljónum króna tekið í flokkinn. Heildarstærð flokksins verður 3.040 milljónir króna.

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til endurfjármögnunar á núverandi skuldum félagsins.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður mánudaginn 15. apríl 2024 og í kjölfarið verður sótt um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.

Landsbankinn hafði umsjón með sölu skuldabréfanna og töku skuldabréfanna til viðskipta.

Nánari upplýsingar veitir:

Ingólfur Á Gunnarsson, framkvæmdastjóri, ingolfur@al.is