Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur uppfært lánshæfismat Arion banka sem útgefanda óveðtryggðra skuldabréfa úr Baa1 í A3. Einnig var lánshæfismat langtíma og skammtíma innlána hækkað úr A3/P-2 í A2/P-1. Horfum var jafnframt breytt úr jákvæðum í stöðugar.
Uppfærsla lánshæfismatsins endurspeglar hve vel bankanum hefur gengið á síðustu 18 mánuðum að viðhalda góðri arðsemi, sterkri eiginfjárstöðu og góðum eignagæðum, auk aukinnar áherslu á samþættingu banka- og tryggingastarfsemi.
Sú einkunn sem Moody‘s gefur Arion banka í tengslum við áhættu tengdri umhverfis- og samfélagsþáttum og stjórnarháttum hækkar einnig, úr G-3 í G-2. Er það mat Moody‘s að áhætta vegna stjórnarhátta sé lág í ljósi bættrar fjárhagsstefnu bankans og áhættustýringar.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171
Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik (MAR), þann 2023-09-14 13:08 GMT.