Niðurstaða skiptiútboðsins var röng í fyrri tilkynningu. Rétt upphæð endurkaupa í ARION CB 24 er 780m.
Arion banki hf. lauk í dag útboði á sértryggðu skuldabréfaflokkunum ARION CB 27 og ARION CBI 30 fyrir samtals 2.620 m.kr.
Í flokkinn ARION CB 27 bárust 13 tilboð að fjárhæð 3.120 m.kr að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 8,25 - 8,34%. Tilboð að nafnvirði 2.620 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 8,30%. Auk þess verða gefnir út 4.000 m.kr. til eigin nota. Heildarstærð flokksins verður 47.620 m.kr. eftir útgáfuna.
Í flokkinn ARION CBI 30 bárust 13 tilboð að fjárhæð 3.740 m.kr að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,52 - 3,61%. Öllum tilboðum var hafnað.
Í samræmi við útboðstilkynningu bauðst eigendum flokksins ARION CB 24 að selja bréf sín á fyrirfram ákveðna hreina verðinu 99,419 gegn kaupum í útboðinu. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 780 m.kr. að nafnverði í flokknum ARION CB 24.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 15. febrúar 2024.
Skuldabréfin eru gefin út undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa. Grunnlýsing útgáfurammans má nálgast hér.
Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171