Icelandic
Birt: 2022-03-03 20:15:00 CET
Sveitarfélagið Árborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Sveitarfélagið Árborg - Niðurstaða skuldabréfaútboðs

Sveitarfélagið Árborg - Niðurstaða skuldabréfaútboðs

Sveitarfélagið Árborg stækkar skuldabréfaflokkinn ARBO 31 GSB

Sveitarfélagið Árborg hefur stækkað skuldabréfaflokkinn ARBO 31 GSB um 3.020 m. kr. að nafnvirði. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og föstum 1,35% ársvöxtum. Lokagjalddagi er 16. júní 2031.

Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 0,90%. Tuttugu tilboð að fjárhæð 3.020 m. kr. að nafnvirði bárust í flokkinn ARBO 31 GSB á ávöxtunarkröfunni 0,70% - 0,90%. Eftir stækkun verður skuldabréfaflokkurinn 4.420 m. kr. að nafnvirði.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudaginn 9. mars 2022.

Sveitarfélagið Árborg er fyrsti útgefandinn til að gefa út sjálfbærni skuldabréf hér á landi til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis og/eða félagslegan ávinning. Skuldabréfin eru gefin út í þeim tilgangi að fjármagna græn og/eða félagsleg verkefni í samræmi við Sjálfbærniumgjörð Árborgar (e. Sustainable Finance Framework).

Landsbankinn hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á „sustainable bond“ markað Nasdaq á Íslandi.

Nánari upplýsingar veita:


Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri Árborgar, í síma 480 1900 eða inga@arborg.is

Gunnar S. Tryggvason, Markaðsviðskipti Landsbankans, í síma 410 6709 eða gunnars@landsbankinn.is