English Icelandic
Birt: 2022-12-05 19:17:40 CET
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Stækkun skuldabréfaflokksins KVIKA 25 1201 GB

Kvika banki hf. seldi í dag að nafnvirði 560 m.kr. í skuldabréfaflokknum KVIKA 25 1201 GB á verðinu 100,00 eða álaginu 1,25% yfir 3M REIBOR vöxtum. Skuldabréfin eru til 3 ára og bera fljótandi vexti sem greiddir eru ársfjórðungslega. Heildarstærð flokksins verður 1.660 m.kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Áætlað er að skuldabréfin verði gefin út og tekin til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf þann 8. desember 2022. Skuldabréfin verða gefin út undir skuldabréfaramma Kviku með vísan í græna fjármálaumgjörð bankans þar sem hefur með skýrum og gegnsæjum hætti verið gerð grein fyrri þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.