English Icelandic
Birt: 2023-05-17 11:53:00 CEST
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Íslandsbanki hf.: Íslandsbanki niðurstaða endurkaupatilboðs á skuldabréfaútgáfu bankans í evrum

Íslandsbanki hf. tilkynnir hér með um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu bankans sem sem ber 0,50% vexti og er á gjalddaga 20. nóvember 2023 (ISIN: XS2259867039) gegn greiðslu (hér eftir endurkaupatilboðið). 
 
Tilkynnt var um endurkaupatilboðið 9. maí 2023 og var það háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst var í endurkaupatilboðslýsingu (e. Tender Offer Memorandum) sem dagsett var 9. maí 2023.
 
Bankanum bárust gild tilboð að upphæð 220.417.000 evra og voru þau öll samþykkt. Frekari upplýsingar er að finna í hjálagðri tilkynningu um niðurstöðu endurkaupatilboðsins (e. Tender Results Announcement).
 
Umsjónaraðilar með endurkaupunum voru Barclays, Citigroup, Goldman Sachs Bank Europe og J.P. Morgan.


Islandsbanki May 2023 Tender Results Announcement.pdf