English Icelandic
Birt: 2020-08-26 18:15:15 CEST
Sýn hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Sýn hf.: Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2020 var samþykktur á stjórnarfundi þann 26. ágúst 2020.

 Helstu niðurstöður:

  • Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2020 námu 5.352 milljónum króna sem er aukning um 329 milljónir frá sama tímabili árið 2019. Tekjur Endor ehf. á 2F 2020 námu 943 milljónum króna. Tekjur á fyrri árshelmingi hækkuðu um 349 milljónir króna milli ára, eða um 3%.
  • EBITDA nam 1.364 milljónum króna á 2F í samanburði við 1.216 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 25,5% á 2F 2020 samanborið við 24,2% á 2F 2019. EBITDA á fyrri árshelmingi 2020 nam 2.719 milljónir króna og hækkaði um 243 milljónir króna miðað við fyrri árshelming 2019.
  • Tap á 2F 2020 nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónum króna samanborið við 1.219 milljónir króna á sama tímabili árið áður, sem er aukning um 44%. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 2.805 milljónum króna samanborið við 2.038 milljónir króna á sama tímabili árið áður, sem er aukning um 38%.
  • Heildarfjárfestingar félagsins á fyrri árshelmingi námu 1.595 milljónum króna þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) 520 milljónir króna og fjárfesting í sýningarréttum 1.075 milljónir króna.
  • Fjármögnunarhreyfingar á fyrri árshelmingi voru neikvæðar á tímabilinu um 1.445 milljónir króna á móti 190 milljónum króna á sama tímabili árið 2019 sem er breyting um 1.255 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var 26,8% í lok fyrri árshelming 2020.
  • Það er óbreytt markmið stjórnenda að ná aukinni EBITDA framlegð og betra sjóðstreymi úr rekstri félagsins á árinu 2020. Skipulega er unnið að slíkri breytingu en ekki er að fullu fyrirséð að hve miklu leyti COVID-19 faraldurinn muni hafa áhrif á þetta markmið. Fjárfestingar ársins í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) verða í kringum 1 milljarður.


  • Heiðar Guðjónsson, forstjóri: „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðstreymi batnar stórlega. Reksturinn hefði verið arðsamur ef COVID-19 hefði ekki komið til en bæði auglýsinga- og reikitekjur minnkuðu umtalsvert á tímanum auk þess sem tekjur komu ekki inn að fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og ráð hafði verið fyrir gert. Við erum enn að hagræða og sjáum tækifæri til að nýta betur fjármagnið með samnýtingu fjárfestinga. Í því augnamiði er verið að færa meiri rekstur og fjárfestingar inn í Sendafélagið, sem er rekið með Nova. Samþykki eftirlitsaðila liggur þegar fyrir hvað þetta varðar. Aðgerðirnar munu bæta arðsemi rekstrar farsímakerfisins. Það er svo til athugunar að bjóða hluta farsímakerfisins til sölu, sem myndi skila umtalsverðu fjármagni til hluthafa.  Alþjóðlegir aðilar hafa mikinn áhuga á fjárfestingum í innviðum símfyrirtækja og margfaldarar í viðskiptum eru mun hærri en gerist á almennum hlutabréfamarkaði. Enn er beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna hugsanlegs samstarfs allra þriggja símfyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G. Þar teljum við að hagsmunir almennings og þjóðaröryggi fari algerlega saman því verið væri að útvíkka birgjasambönd og tryggja sem besta samningsstöðu við erlenda framleiðendur. Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump. Hluthafar fara loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða, enda er viðsnúningur að koma fram. Það er ætlun mín að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum.“

Frekari upplýsingar:

  • Tekið er á móti fyrirspurnum í gegnum netfangið fjarfestatengsl@syn.is.

Viðhengi


Syn hf. 2020 2F - Arshlutareikningur.pdf
Syn hf. 2020 2F - Fjarfestakynning.pdf
Syn hf. 2020 2F - Frettatilkynning.pdf