English Icelandic
Birt: 2022-02-04 17:04:54 CET
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Kvika gefur út skuldabréf til tveggja ára

Kvika hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð EUR 8.500.000 undir EMTN útgáfuramma bankans. Skuldabréfin eru til tveggja ára, bera fljótandi 3 mánaða EURIBOR vexti auk 2,80 % vaxtaálags og hafa verið skráð í Kauphöllina á Írlandi.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar í síma 540-3200.