English Icelandic
Birt: 2021-10-26 17:37:08 CEST
Síminn hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Síminn hf. - Góð rekstrarafkoma á þriðja ársfjórðungi

Helstu niðurstöður úr rekstri á 3F 2021

  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2021 námu 6.381 m.kr. samanborið við 6.420 m.kr. á sama tímabili 2020 og lækka því um 39 m.kr. eða 0,6%.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 2.974 m.kr. á 3F 2021 samanborið við 2.805 m.kr. á sama tímabili 2020 og hækkar því um 169 m.kr. eða 6,0% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 46,6% fyrir þriðja ársfjórðung 2021 en var 43,7% á sama tímabili 2020. Rekstrarhagnaður EBIT nam 1.526 m.kr. á 3F 2021 samanborið við 1.338 m.kr. á sama tímabili 2020.
  • Hagnaður á 3F 2021 nam 1.057 m.kr. samanborið við 1.014 m.kr. á sama tímabili 2020.
  • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 2.968 m.kr. á 3F 2021 en var 2.213 m.kr. á sama tímabili 2020. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 2.389 m.kr. á 3F 2021 en var 1.927 m.kr. á sama tímabili 2020.
  • Vaxtaberandi skuldir að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 32,6 ma.kr. í lok 3F 2021 en voru 21,5 ma.kr. í árslok 2020. Hreinar vaxtaberandi skuldir að leiguskuldbindingum meðtöldum voru 25,6 ma.kr. í lok 3F 2021 samanborið við 20,8 ma.kr. í árslok 2020.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 218 m.kr. á 3F 2021 en voru 143 m.kr. á sama tímabili 2020. Fjármagnsgjöld námu 321 m.kr., fjármunatekjur voru 75 m.kr. og gengishagnaður nam 28 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 45,0% í lok 3F 2021 og eigið fé 31,3 ma.kr.

Orri Hauksson, forstjóri:

„Þriðji ársfjórðungur var ábatasamur í rekstri Símans og Mílu. Rekstrarafgangur (EBITDA og EBIT) hefur aldrei verið meiri á einum fjórðungi. Ástæða þessa góða árangurs er einföld; stýring kostnaðar. Tekjumyndun er hins vegar ærið verkefni enda fjarskiptamarkaður á Íslandi einn öflugasti samkeppnismarkaður landsins. Tekjur vegna gagnaflutnings og sjónvarpsþjónustu standa í stað milli ára, en hægagangur við framleiðslu sjónvarpsefnis á heimsvísu heldur meðal annars aftur af tekjuvexti, en temprar einnig kostnað. Vörusala minnkar, enda hafa Íslendingar aftur fengið færi á að kaupa vörur í heimsóknum sínum erlendis. Farsímatekjur eru í vexti á ný, sem er gleðiefni.

Eftir lok þriðja ársfjórðung samdi Síminn við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian um sölu á dótturfyrirtækinu Mílu. Eins og fram hefur komið er heildarvirði sölunnar (e. EV) 78 milljarðar króna, að meðtöldum skuldum Mílu sem yfirteknar verða af kaupanda. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og koma væntanlega til framkvæmda á fyrri hluta næsta árs. Ardian er stór langtímafjárfestir í innviðum á sviði fjarskipta, orku og samgangna, sérstaklega í Evrópu. Hefur fyrirtækið lýst því yfir að það hyggist bjóða íslenskum lífeyrissjóðum með sér í kaupin á Mílu, flýta uppbyggingu 5G og fjölga ljósleiðaratengingum á landsbyggðinni hraðar en nú er. Við teljum þessa erlendu fjárfestingu vera mjög góðar fréttir fyrir land og þjóð.“

 

Kynningarfundur 27. október 2021

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans https://www.siminn.is/umsimann/uppgjor.

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni: https://www.siminn.is/fjarfestakynning. Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á fjarfestatengsl@siminn.is og verður þeim svarað í lok fundarins.

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550 6003 (orri@siminn.is)
Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550 6003 (oskarh@siminn.is)

ViðhengiSiminn hf. - Afkomutilkynning 3F 2021.pdf
Siminn hf. - Arshlutareikningur samstu 3F 2021.pdf
Siminn hf. - Fjarfestakynning 3F 2021.pdf