Published: 2017-01-10 15:12:37 CET
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lýsing hf: Útboði lokið á 6 mánaða víxlum

Lýsing hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, LYSING 17 0615 að fjárhæð 500 m.kr. Talsverð umframeftirspurn var í útboðinu en heildareftirspurn nam 1.440 m.kr. 

Víxlarnir voru seldir á 5,99% flötum vöxtum sem samsvarar verðinu 97,13917. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta var þriðjudagurinn 20. desember 2016.  

Arctica Finance hf. hafði umsjón með útboðinu.

Sótt verður um skráningu á víxlunum á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Endanlega skilmála víxlanna má finna á heimasíðu félagsins:

https://www.lysing.is/lysing/starfsemin/fjarfestatengsl/

Nánari upplýsingar veitir Sighvatur Sigfússon, sviðsstjóri Fjármálasviðs í síma 540 1733 eða tölvupósti sighvatur@lykill.is.