English Icelandic
Birt: 2022-05-04 19:25:00 CEST
Origo hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Origo hf: 13,7% tekjuvöxtur frá fyrsta ársfjórðungi 2021

Origo hf.: Árshlutauppgjör Origo – Fyrsti ársfjórðungur 2022

Helstu fjárhagsupplýsingar:Helstu fréttir úr starfsemi:
Sala á vöru og þjónustu nam 4.745 m.kr á fyrsta ársfjórðungi 2022 (13,7% tekjuvöxtur frá F1 2021) [F1 2021: 4.174 m.kr]13,7 tekjuvöxtur og góð afkoma á fyrsta ársfjórðungi.
Framlegð nam 1.292 m.kr (27,2%) á fyrsta ársfjórðungi 2022 [F1 2021: 1.094 m.kr (26,2%)]17,7% aukning í sölu á notendabúnaði.
EBITDA nam nam 337 m.kr (7,1%) á fyrsta ársfjórðungi 2022 [F1 2021: 301 m.kr (7,2%)]9,4% aukning á hugbúnaðarsviðum.
EBIT nam 103 m.kr (2,2%) á fyrsta ársfjórðungi 2022 [F1 2021: 108 m.kr (2,6%)]Syndis hefur sett upp starfsstöð í Póllandi fyrir 24/7 öryggisvöktun.
Áhrif hlutdeildarfélags (Tempo) nam 166 m.kr á fjórðungnumOrigo hefur nýtt kauprétt sinn til að kaupa 14,54% í viðbót af hlutafé í Datalab og á nú 47,87% í félaginu.
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé voru neikvæðir um 93 m.kr á fyrsta ársfjórðungi 2022, en voru neikvæðir um 14 m.kr á fyrsta ársfjórðungi 2021Sterkur fjórðungur hjá Tempo.
Heildarhagnaður nam 145 m.kr á fyrsta ársfjórðungi 2022 [F1 2021: 163 m.kr]
Origo keypti eigin bréf fyrir um 300 m.kr. á fjórðungnum
Eiginfjárhlutfall er 57,3% en var 56,9% í lok árs 2021.
Veltufjárhlutfall er 1,39 en var 1,42 í lok árs 2021.

Jón Björnsson forstjóri Origo hf:
„Fyrsti fjórðungur 2022 kemur ágætlega út fyrir félagið. Fjórðungurinn endar 13,7% yfir veltu síðasta árs. Rekstrarafkoma er góð en félagið skilar rúmlega 12,1% hærri EBITDA en á 1F 2021. Syndis, Datalab og Eldhaf koma nú inn sem nýjar einingar á 1F 2022 en voru ekki hluti af samstæðunni á síðasta ári. Þá er ánægjulegt að sjá góðan fjórðung hjá Tempo en þetta er fyrsti heili fjórðungurinn sem við sjáum sameinaðan rekstur Tempo, ALM og Roadmunk.
 
Áfram er góð eftirspurn eftir lausnum og vörum í notendabúnaði og jukust tekjur Notendabúnaðar og tengdrar þjónustu um 17,7% á fyrsta fjórðungi ársins. EBITDA helst í línu við það sem verið hefur s.l. fjórðunga eða í kringum 9%. Almennt hefur verið góð eftirspurn á fyrirtækjamarkaði. Nýjar söluleiðir og sterk netverslun hafa verið lykilatriði í þessari tekjuaukningu, þrátt fyrir tafir á vöruafhendingu og vöruskort á alþjóðavísu. Þá má áfram búast við einhverjum áskorunum á aðfangahliðinni bæði hvað varðar vöruframboð sem og verðhækkanir. Mikil auking hefur orðið hjá prentlausnum Notendalausna á fjórðungnum vegna breyttra markaðsaðstæðna. Origo hóf í kjölfar breyttra aðstæðna að þjónusta Ricoh búnað á Íslandi.
 
Rekstrarþjónusta og Innviðir eru áfram í umbreytingarfasa þar sem unnið er að því að breyta eldri tekjustofnum og einfalda vöruframboð og þjónustu og laga betur að þörfum viðskiptavinarins. Vegferðin gengur ágætlega og náðst hefur góður árangur í að sækja fram á mörkuðum þar sem við erum sterk. Stærstur hluti tekna starfsþáttarins koma nú frá þjónustusamningum. Tekjuvöxtur á fjórðungnum var tæplega 12,5% og EBITDA sambærileg við s.l. ár.
 
Rekstur Syndis kemur undir starfsþáttinn Rekstrarþjónusta og Innviðir. Syndis hefur stækkað og dafnað vel og er án efa sterkasta netöryggisfyrirtæki landsins. Fyrsti ársfjórðungur markast af töluverðum fjárfestingum innan Syndis en félagið setti upp starfsstöð á sviði öryggisvöktunnar í Póllandi á fjórðungnum og verða starfsmenn orðnir tíu í Póllandi innan nokkurra vikna. Félagið hefur einnig aukið fjárfestingu sína í hugbúnaðargerð innan öryggismats- og vöktunnar og er von á fyrstu betaútgáfu hugbúnaðar á þessu ári. Rekstur Syndis er hluti af vaxtarstefnu Origo en þar fara saman einn mest vaxandi geiri í upplýsingatækni og ein af grunnáherslum Origo í samfélagsmálum sem eru öryggismál.
 
Velta Origo í hugbúnaðargerð heldur áfram að vaxa. Fjórðungurinn skilar 9,4% vexti umfram sama fjórðung á síðasta ári. Eigin hugbúnaður vex um 2% en að teknu tilliti til einskiptistekna af leyfasölu á s.l. ári er aukninginn 17%.
 
Þann 1. apríl s.l. sameinaði Origo sviðin Hugbúnaðarlausnir og Viðskiptalausnir í eitt Hugbúnaðarlausnarsvið. Markmið breytinganna er að geta aðstoðað viðskiptavini okkar betur í stafrænum vegferðum þeirra en einnig að styrkja hverja hugbúnaðarvöru þannig að hún geti verið sjálfbær í tækni, sölu og markaðsmálum. Við höfum fjárfest mikið í okkar eigin hugbúnaðarvörum eins og Kjarna, CCQ, bankatengdum lausnum sem við höfum nú gert Sopra-samhæfðar auk fjölmargra viðbóta við þau ERP kerfi sem við þjónustum og seljum. Samhliða þessu setti félagið Heilbrigðislausnateymi sitt í sér einingu, sem og allar ferðalausnavörur félagsins voru einnig settar í sér einingu. Heilbrigðislausnateymi Origo er eitt stærsta nýsköpunarfyrirtæki landsins á sviði lausna til að bæta þjónustu og auka framleiðni í heilbrigðisgeiranum. Við teljum okkur hafa möguleika að sækja betur fram með margar af þeim vörum sem við höfum þróað, bæði innan opinbera kerfisins og hjá einkaaðilum. Við getum aðstoðað fyrirtæki í heilbrigðistengdri þjónustu að einfalda rekstur sinn og bæta þjónustu. Það er trú okkar að opnara kerfi geti skilað meiri árangri. Ferðalausnaeiningarnar eru nú reknar sem sjálfstæðar einingar. Við höfum fjárfest verulega í þremur lausnum í ferðaiðnaði án þess að ná að uppskera miðað við möguleika þeirra vegna COVID-19 og samdráttar í ferðaiðnaði. Nú reynir á markaðsgetu þessara sprota. Það sem af er ári erum við að sjá um 50% aukning í tekjum og erum vongóð að sumarið muni sýna félaginu getu þessara vara.
 
Fyrsti ársfjórðungur hjá Tempo einkenndist af breytingum og áskorunum í ytra umhverfi. Í upphafi fjórðungsins hófst sameiningaráætlun á félögunum Roadmunk og ALM sem félagið keypti á síðasta ársfjórðungi 2021 og eru nú markaðsteymi félaganna þriggja að vinna saman. Í lok febrúar þurfti félagið að mæta þeim áskorunum sem hlutust af innrás Rússa í Úkraníu, en vegna kaupa Tempo á ALM var félagið nú komið með teymi í Rússlandi. Félagið hefur í kjölfar stríðsins dregið verulega úr starfsemi í Rússlandi og fært þá starfsemi á aðrar starfsstöðvar Tempo og mun sú fækkun halda áfram. Rekstur sameinaðs félags gengur vel og eru flestir lykilmælikvarðar að styrkjast enn frekar. Velta sameinaðs félags eykst um 18% frá fyrsta fjórðung síðasta árs og EBITDA er 32%. Fjárfestingar í lausnum sem henta stærri viðskiptavinum og frekari áhersla á samstarfsaðila eru að skila árangri. Strategískar áherslur fyrirtækisins eru óbreyttar og stefna Tempo er að vera leiðtogi á markaði innan tímaskráningar, auka notkun tímaskráningar, fjárfesta í aukinni sjálfvirkni og auka hlut Tempo í fleiri markaðstorgum.
 
Horfur í rekstri Origo eru áfram ágætar. Framundan er töluvert af stórum og spennandi umbreytingarverkefnum á íslenskum markaði, ásamt því að við erum vongóð um að verkefni tengd ferðaiðnaðinum fari í gang á næstu mánuðum. Samhliða þessu erum við mjög spennt fyrir verkefnum í upplýsingaöryggi. Við teljum það vera lykilatriði að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að auka öryggisvitund sína og hlúa að stafrænum öryggismálum, ekki síður en þau huga að öðrum öryggismálum sínum.
 
Við höfum lokið fyrstu umferð stefnumótunar og markað hvað Origo stendur fyrir og sækjum fram með það að leiðarljósi að betri tækni bæti lífið. Við höfum áunnið okkur traust sterkra viðskiptavina og það er í ljósi þessa trausts sem við teljum okkur geta breytt leiknum og þróað nýjar lausnir sem gera líf notenda þægilegra. Til þess að það megi gerast þarf fyrirtækið að setja upplifun og árangur viðskiptavina sinna í fyrsta sæti, vera í stöðugri þróun með starfsfólk sitt og tækniumhverfi og styrkja núverandi kjarnastarfsemi svo óumdeilt sé að fyrirtækið sé í leiðtogahlutverki á þeim sviðum þar sem það starfar. Áhersla okkar á nýsköpun, aukinni öryggisvitund og jafnrétti er samofinn því að hafa ánægða viðskiptavini og ánægt starfsfólk.


Origo Hf Frettatilkynning Arshlutauppgjor 1F 2022.pdf