Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma sínum með neðangreindum skilmálum:
Nafnverð: | SEK 500.000.000 |
Útgáfudagur: | 8. nóvember 2023 |
Gjalddagi: | 8. nóvember 2026 |
Vextir: | 3 mánaða STIBOR +270 |
Verð: | 100% |
Skráning: | Kauphöllin á Írlandi |
Umsjónaraðilar: | DNB, Nordea Bank, Swedbank |
Grunnlýsingu USD 2.500.000.000 GMTN útgáfurammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/fjarmognun-bankans.
Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is
Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is
Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýn um að skapa virði til framtíðar með því að veita framúrskarandi þjónustu, vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið A3 frá Moody’s Investor Services og BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.