Icelandic
Birt: 2023-03-02 16:56:29 CET
Nova Klúbburinn hf.
Ársreikningur

Nova Klúbburinn hf. - Ársreikningur samstæðu 2022

Dansgólfið hjá Nova heldur áfram að stækka

  • Góður EBIDTA vöxtur og bætt framlegð
  • Þjónustutekjur vaxa um 10% milli ára
  • Fjárfesting í innviðum áfram mikil

Þjónustutekjur Nova námu samtals 9.110 m.kr. árið 2022 og vaxa um 827 m.kr., sem er 10% vöxtur á milli ára. Þjónustutekjur halda þannig áfram að vaxa hratt og er vöxturinn fyrst og fremst tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Tekjur af vörusölu dragast hins vegar saman samhliða auknum ferðalögum Íslendinga.  

Heildartekjur voru 12.641 m.kr. á árinu 2022 samanborið við 12.083 m.kr. á fyrra ári. Áfram er góður EBITDA vöxtur á milli ára og EBITDA hlutfallið hækkar á milli tímabila, þar sem jákvæð áhrif fjárfestinga í innviðum eru meðal annars farin að koma fram. EBITDA nam samtals 3.636 m.kr. samanborið við 3.200 m.kr. á fyrra ári og var EBITDA hlutfallið 28,8% og vex frá 26,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1.615 m.kr. en var 1.171 m.kr. á fyrra ári og hagnaður ársins var 539 m.kr. og lækkar um 38 milljónir milli ára. Sú lækkun skýrist helst af hærri fjármagnsgjöldum sem eru tilkomin vegna hærri leiguskuldbindinga og mikillar verðbólgu á tímabilinu. Samanburðartölur fyrir árið 2021 eru leiðréttar fyrir einskiptisliðum vegna sölu óvirkra innviða og sölu hlutdeildarfélags.

Áætlanir félagsins höfðu gert ráð fyrir tekjum á bilinu 12.700-12.950 m.kr og EBITDA á bilinu 3.350-3.550 m.kr. Tekjur ársins enda við neðri mörk áætlunarinnar en EBITDA er fyrir ofan hærri mörk. Sú bætta EBITDA skýrist einna helst af meiri fjölgun viðskiptavina og auknum jákvæðum áhrifum af fjárfestingum í bylgjulengdarkerfi. Tekjur voru lægri en áætlað var vegna samdráttar í vörusölu sem dróst saman um tæpar 400 m.kr.  milli ára.

Nova vann Íslensku ánægjuvogina 14. árið í röð og er eina fyrirtækið í sögu ánægjuvogarinnar sem hefur unnið 14 ár í röð með marktækum mun. Viðskiptavinir Nova eru ánægðustu viðskiptavinirnir með heimanet og farsíma. Félagið heldur áfram að fjárfesta í innviðum sínum og eru 54 bæjarfélög með yfir 500 íbúa og sumarbústaðasvæði utan höfuðborgarsvæðisins nú tengd 5G með samtals 112 sendum. 78% bæjarfélaga voru fyrir 5G með lítinn eða engan aðgang að ljósleiðara.

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

„Stærsti skemmtistaður í heimi heldur áfram að stækka, og þannig viljum við einmitt hafa það. Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina. Nova er fyrsta fjarskiptafyrirtækið til að innleiða VoWiFi á Íslandi og við höldum áfram að ryðja brautina og viljum vera fyrst með nýjungar.  Nú er hægt að koma fljúgandi farsímasambandi í alla króka og kima, kjallara, bílskúra, sumarhús, jarðhýsi, skip, flugvélar og geimflaugar í gegnum WiFi.

Nova liðið er lykillinn að öllum árangri félagsins. Við trúum því að með því að hlúa að ánægju starfsfólks og viðskiptavina og bjóða besta dílinn þá munum við vaxa og dafna í excelnum sem er það sem raungerðist á árinu 2022 og allt samkvæmt áætlunum okkar. Það gefur okkur aukinn kraft til þess að gera betur og læra ný dansspor sem nýtast í framtíðinni.

Í viðhengi er ítarleg uppgjörstilkynning fyrir fjórða ársfjórðung 2022.  

Uppgjörspartý verður streymt á vefslóðinni  https://vimeo.com/event/3001641/embed/56c79a278f

Nánari upplýsingar veita:  

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, margret@nova.is, s. 770 1070    

Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri, thorhallurj@nova.is, s. 770 1090.   

Viðhengi



64886J4FR973Q12HGS61-2022-12-31-en.zip
DSC08260-2.jpg
NOVA_Uppgjorsparty_2023.pdf
Nova-Klubburinn-hf-Consolidated-FS-2022.pdf
Uppgjorstilkynning Q4_2022.pdf