Marel hf. birti afkomu fjórða ársfjórðungs og ársuppgjör 2023 eftir lokun markaða þann 7. febrúar 2024.
Meðfylgjandi er fjárfestakynning sem farið verður yfir á afkomufundi með markaðsaðilum í dag, miðvikudaginn 8. febrúar 2024 kl. 8:30. Þar munu Árni Sigurðsson forstjóri og Stacey Katz fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri fjórða ársfjórðungs og á árinu 2023.
Afkomufundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum félagins í Austurhrauni 9, Garðabæ. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00.
Fundinum verður einnig streymt beint á Zoom og upptaka af fundinum verður aðgengileg á marel.com/ir eftir fundinn. Skráning fer fram hér.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu. Marel var stofnað árið 1983 og hjá félaginu starfa um 7.500 starfsmenn í yfir 30 löndum (þar af um 800 starfsmenn á Íslandi) og þjónusta viðskiptavini í yfir 140 löndum. Lykilmarkaðir félagsins eru í vinnslu alifugla, kjöts, fisks, gæludýrafóðurs, plöntupróteina og fóðurs fyrir fiskeldi. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og Euronext Amsterdam og skilaði 1,7 milljarði evra í tekjur árið 2023 (257 milljarðar króna), en 46% af heildartekjum koma frá þjónustu og varahlutum. Árlega fjárfestir Marel 5-6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun, eða um 15 milljörðum króna árið 2023, með áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.