Alma íbúðafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 7. október 2021Alma íbúðafélag hf. lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokkunum AL101227 og AL120625 sem gefnir eru út undir útgáfuramma félagsins. Skuldabréfaflokkurinn AL120625 er óverðtryggður á föstum vöxtum til 4 ára, með vaxtagreiðslum einu sinni á ári. Skuldabréfaflokkurinn AL101227 er verðtryggður á föstum vöxtum, til 6 ára, en endurgreiðsluferli afborgana fylgir 25 ára jafngreiðsluferli. Skuldabréfaflokkarnir eru veðtryggðir samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi. Útboðið var með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekin var í hverjum flokki. Heildartilboð í útboðinu voru 35 talsins og námu samtals 6.460 milljónum króna að nafnverði. Alls bárust 13 tilboð í skuldabréfaflokkinn AL120625 að nafnvirði 2.560 milljónir króna. Tilboðum að fjárhæð 2.100 milljónum króna var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 4,00%. Heildarstærð flokksins verður 2.100 milljónir króna. Alls bárust 22 tilboð í skuldabréfaflokkinn AL101227 að nafnvirði 3.900 milljónir króna. Tilboðum að fjárhæð 1.600 milljónum króna var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,15%. Heildarstærð flokksins verður 1.600 milljónir króna. Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til að fjármagna kaup á nýjum íbúðum og til endurfjármögnunar á núverandi skuldum félagsins. Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður fimmtudaginn 14. október 2021 og í kjölfarið verður sótt um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna og töku skuldabréfanna til viðskipta. Stjórn félagsins þakkar fyrir góðar viðtökur og þátttöku í útboðinu. Nánari upplýsingar veitir: Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is
|