Published: 2020-02-13 16:49:44 CET
Lykill fjármögnun hf.
Financial Statement Release

Lykill fjármögnun hf.: Bráðabirgðauppgjör vegna ársins 2019

Þann 7. janúar 2020 lauk TM hf. við kaup á Lykli fjármögnun hf. með greiðslu kaupverðs og varð Lykill þar með hluti af samstæðu TM.

Eigandi Lykils, TM, birtir ársuppgjör sitt fyrir 2019 í dag og vegna þess birtir Lykill nú helstu tölur úr bráðabirgðauppgjöri sínu m.v. 31.12.2019. Stefnt er að því að endurskoðað uppgjör Lykils liggi fyrir 25. febrúar nk. og verði þá birt opinberlega í fréttaveitu Nasdaq OMX og á heimasíðu félagsins.

Bráðabirgðauppgjörið er birt með fyrirvara um mögulegar breytingar fram að staðfestingu stjórnar og endurskoðanda Lykils á ársuppgjöri.

Hagnaður ársins nam 344 m.kr. samanborið við 1.212 m.kr. á árinu 2018 og skýrist munurinn aðallega af virðisbreytingum og bókfærðri tekjuskattsinneign sem kom til hækkunar á hagnaði 2018.

Arðsemi eigin fjár var 2,8%.

Heildareignir í lok tímabilsins voru 43.471 m.kr. og jukust um 5.577 m.kr., eða 14,7%, þar af voru leigusamningar og útlán 35.280 m.kr.

Eigið fé í lok árs var 11.847 m.kr.

Reiknað eiginfjárhlutfall (CAD) er 28,4%.