Icelandic
Birt: 2022-01-17 16:40:24 CET
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Innherjaupplýsingar

Sjóvá: Jákvæð afkomuviðvörun

Sjóvá-Almennar tryggingar hf: Jákvæð afkomuviðvörun

Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2021 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma af vátryggingastafsemi fyrir skatta vera um 640 m.kr. og samsett hlutfall á fjórðungnum um 91,5%. Af þessu leiðir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta á árinu 2021 nemur um 2.500 m.kr. og samsett hlutfall um 91%. Birtar horfur gerðu ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta yrði um 2.200 m.kr. og samsettu hlutfalli um 92% á árinu 2021. Betri afkoma á fjórða ársfjórðungi 2021 er aðallega tilkomin vegna hagstæðari tjónaþróunar en gert var ráð fyrir í horfum á tímabilinu.

Frekari upplýsingar um afkomu félagsins verða kynntar við birtingu ársuppgjörs þann 10. febrúar nk. Áréttað skal að uppgjörið er í vinnslu og endurskoðun ekki lokið og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is