Icelandic
Birt: 2021-10-21 11:16:39 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Útgáfa á nýjum skuldabréfaflokki REITIR150528

Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum í nýjum skuldabréfaflokki, REITIR150528.

REITIR150528 er nýr verðtryggður flokkur með lokagjalddaga 15. maí 2028 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum. Flokkurinn ber fasta 1,145% vexti en greiðslur vaxta og afborgana verða á tveggja mánaða fresti. Seld voru skuldabréf að nafnverði 4.000 milljóna króna á pari sem samsvarar ávöxtunarkröfunni 1,15%.

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna mánudaginn 1. nóvember og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland sama dag.

Grunnlýsing félagsins, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindra skuldabréfa verða birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Fossar markaðir hafa umsjón með sölu skuldabréfanna

Nánari upplýsingar veita Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, netfang: einar@reitir.is, sími 669 4416, og Matei Manolescu, Markaðsviðskipti, Fossar markaðir, netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com, sími 522 4008.