EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR TIL BANDARÍKJANNA EÐA YFIRRÁÐASVÆÐA ÞESS (Þ.Á.M PÚERTÓ RÍKÓ, BANDARÍSKU JÓMFRÚAREYJAR, GVAM, BANDARÍSKA SAMÓA, VARSÍMAEYJAR EÐA NORÐUR-MARÍANAEYJAR) EÐA HVERRAR ÞEIRRAR LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU (SJÁ NÁNAR TAKMARKANIR Í HJÁLAGÐRI TILKYNNINGU UM ENDURKAUPATILBOÐ).
Íslandsbanki hf. tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 7,375% vexti og er á gjalddaga 17. maí 2026 (ISIN: XS2553604690) gegn greiðslu reiðufjár (hér eftir endurkaupatilboðið), sem nánar er lýst í hjálagðri tilkynningu um endurkaupatilboðið (e. Tender Launch Announcement).
Endurkaupatilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem er að finna í endurkaupatilboðslýsingunni (e. Tender Offer Memorandum) sem dagsett er 17. júní 2024. Endurkaupatilboðslýsinguna má nálgast (háð tilteknum takmörkunum á dreifingu) hjá umsýsluaðila endurkaupanna (e. Tender Agent): Kroll Issuer Services Limited (sími: +44 20 7704 0880; netfang: islandsbanki@is.kroll.com; vefsíða: https://deals.is.kroll.com/islandsbanki).
Umsjónaraðilar (e. Dealer Managers) með endurkaupunum eru Deutsche Bank Aktiengesellschaftog NatWest Markets N.V.