Hagar hf.: Úthlutun kaupréttaÁ fundi stjórnar Haga hf. þann 25. júní sl. var ákveðið að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 11.806.246 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar 1% af hlutafé Haga hf. þegar kaupréttarkerfi var samþykkt, þar af 6.800.398 til framkvæmdastjórnar. Samningar við framkvæmdastjórn voru undirritaðir í dag. Með kaupréttarkerfinu er sett upp langtíma hvatakerfi Haga hf. sem er ætlað að tvinna saman hagsmuni lykilstarfsmanna Haga hf. og hluthafa félagsins, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Haga hf. þann 3. júní 2021. Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir: - Nýtingarverð kaupréttanna er 60,4 kr. per hlut, þ.e. dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutun á aðalfundi þann 3. júní 2021. Nýtingarverð skal leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og leiðrétt (til hækkunar) með 3% árlegum vöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
- Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.
- Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma (3 ár frá úthlutun) en þá er unnt að nýta 1/3 af kaupréttum (tímabil 1), ári eftir það er unnt að nýta 1/3 af kaupréttum (tímabil 2) og ári eftir það 1/3 af kaupréttum (tímabil 3).
- Forstjóra og öðrum meðlimum framkvæmdastjórnar ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, að frádregnum sköttum, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri 12 sinnum mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar 6 sinnum mánaðarlaun.
- Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.
- Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað (flýting ávinnslutíma).
- Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið
Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Hagar hf. hafa veitt lykilstarfsmönnum sínum 11.806.246 hlutum eða um 1,0% hlutafjár í félaginu. Heildarkostnaður félagsins, skv. reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt um er áætlaður um 95 millj. kr. á næstu sex árum. Kaupréttir sem veittir eru framkvæmdastjórn Haga hf. eru sem hér segir: Nafn | Staða | Veittur kaupréttur | Áður veittur kaupréttur | Hlutafjár- eign | Hlutafjáreign fjárhagslega tengds aðila | Finnur Oddsson | Forstjóri Haga | 850.000 | 0 | 255.000 | 0 | Guðrún Eva Gunnarsdóttir | Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga | 850.000 | 0 | 0 | 0 | Magnús Magnússon | Framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar Haga | 850.000 | 0 | 0 | 100.000 | Eiður Eiðsson | Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og UT Haga | 850.000 | 0 | 100.000 | 0
| Guðmundur Marteinsson | Framkvæmdastjóri Bónus | 850.000 | 0 | 157.000 | 0 | Sigurður Reynaldsson | Framkvæmdastjóri Hagkaups | 850.000 | 0 | 0 | 0 | Lárus Óskarsson | Framkvæmdastjóri Aðfanga | 850.000 | 0 | 0 | 0 | Jón Ólafur Halldórsson | Framkvæmdastjóri Olís | 850.000 | 0 | 0 | 0 |
Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is
|